Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Side 23

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Side 23
23 sungum við líka: »Lofið vorn drottinn, hinn líknsama föður á hæðum«. Nú komust menn að því, að þegar Jahne verkamaður hafði lieyrt þá syngja, þá höfðu þeir sungið einmitt þenna sálm. »Ó, herra Jesú! hjá oss ver með hjartans miskun þinni!« tví þeir vissu vel hvað dögunum og stundum þeirra leið, af því að annar þeirra hafði vasaúr, sem hann dró upp á reglulegum tíma; þegar eldspíturnar þrutu, sem þeir höfðu haft, svo þeir gátu ekki framar kveikt til þess að líta á úrið, æfðu þeir sig í því að þekkja á úrið með því að þreifa á því með fingrunum. Vissu þeir svo allt af hvað ætt- ingjar þeirra voru að gjöra á hverjum tíma dags, hvort þeir sváfu, vöktu eða mötuðust. En að þeir grétu, það vissu þeir án þess að úrið eða visirarnir segðu þeim það. Einu sinni var huggun sú og dægrastytting, er þeir höfðu af úrinu, nærri því frá þeim tekin, því sand- ur hafði farið inn í pípuna á úrlyklinum, svo þeir gátu ekki dregið úrið upp með honum. Þeir slógu honum við og hristu hann, en það var til einskis; þeir reyndu til að hreinsa þetta litla op með pípuleggnum sínum, en það tókst ekki. Ef þeir að eins liefðu haft dálítinn al! En hvorugur þeirra hafði hann hjá sér. Þá kom Vilhjálmi til hugar að brjóta einn hlekk af úrkeðju siuni; hún var úr slálþræði; þeir beigðu upp einn hlekk- inn og gátu búið sér til eins konar al, sem þeir gátu borað með sandinn úr úrlyklinum. Mikið höfðu þeir fyrir því, en það tókst, og það var ekki lítil gleði á ferðum, þegar úrið fór aptur að ganga. Traugott hafði á hverju kveldi ritað nokkrar at- liugasemdir með ritblýi á borð eitt, lil þess að menn gætu fengið að vita, hvernig þeim hefði liðið, ef þeir ekki skyldu komast lífs af. Guð veri lofaður fyrir það,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.