Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Side 25
25
séum dauðir». Af þessu kom þeim saman um það,
þegar Böhmig og hans menn voru því nær að þeim
komnir, að vera hljóðir og láta ekkert á sér bera. En
er Sonntag hafði dregið eitl borð upp, og þeir heyrðu
hann segja: «Hvað er þetta? það er eins og móða»,
hafði Traugott ansað honnm og sagt: «Já Sonntag, við
erum enn á lífi!» Uafði hinn þá sagt: «Hvað þá?
eruð þið enn þá á lífi ?» Rak Traugott þá handlegg
sinn upp í gegnum opið, til þess að benda þeim Sonn-
tag á, hvar að þeim yrði komizt.
Þegar menn höfðu dregið Traugott upp úr holunni
sagði hann: «Æ! hvað hér er kalt!» og kallaði svo til
bróður síns: «Haf þú með þér sokkinn minn og flösk-
una mína litluU Það var flaskan, sem þeim hafði verið
send mjólkin á og vínið, eptir að menn sáu þá lifandi
niðri í holunni.
Daginn eptir lét Auerswald prestur sig síga niður
í brunninn, til þess að sjá holu þeirra. Henni var lok-
að að ofan af borði einu, sem lá um þveran brunninn;
myndaði borð þetta eins konar hurð. Hafði Böhmig
sveigt það til hliðar og skrúfað það fast við þverbita,
til þess að enginn hristingur skyldi koma af því, að
reka nagla í það með hamri; þannig opnuðust dyrnar.
Til hins síðasta höl'ðu menn orðið að vinna að þessu
með hinni mestu varúð, svo að enginn hristingur kæm-
ist á. Holan var að öðru leyti furðu föst, en ekki var
hún hallkvæm eða rúmgóð. Prestur gat naumast skriðið
inn í hana, og varla snúið sér þar við, og ekki gat
hann skilið í því, hvernig tveir menn, sem voru fullt
eins þreknir og stórir vexti og hann, hefðu getað kom-
izt þar fyrir. Samt hafði hann alveg náð ætlun sinni,
og var orðinn vitni að guðs miskunsemi.