Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Page 27

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Page 27
27 minna sðfnuðinn á hina dásamlcgu aðstoð hins lifanda guðs. LÆKNIRINN. Skömmu fyrir næstliðin aldamót bjó prestur nokk- ur í þorpi einu á Sjálandi; prestur þessi var sannur þjónn drottins, hann játaði guð eigi að eins með orði og tungu, heldur og í verki og sannleika; fyrir því fannst söfnuðinum jafnan mikið um kenningar hans, því með liferni sínu sýndi hann fagran ávöxt þeirrar trúar, er hann boðaði. Prestur þessi var kvæntur, og var kona hans hið mesta kvennval, er jafnan leitaðist við að koma fram til góðs, að hugga sorgbitna og hjálpa nauðstödd- um. íbiu hjón höfðu eignazt mörg börn, en öll voru þau dáin á unga aldri; var það mikil raun fyrir foreldr- ana, en þau báru það með þolinmæði og sögðu eins og .Tob: nDrottinn gaf, drottinn tók, sje nafn drottins veg- samaðu. Einn son áttu þau þó á lífl, og höfðu þau mikla ást á honum. Móðir hans sagði opt: »Ó að við ekki misstum hann«. »Já, guð gefi það, ef það eigi er móti hans vilja«, sagði þá faðir lians. Snemma fjekk sveinninn þekkingu á guði og fljótt lærði hann að biðja sinn himneska föður með því trúnaðartrausti, sem börn- unum er eiginlegt. Þegar móðir hans sat undir honum, sagði hún honum opt sögur úr ritningunni, og gjörði hún það svo innilega og hjarlnæmt, að hugur barnsins komst við, og kenndi því, að hugsa jafnan til guðs með ást og lotningu; kristindóminn kenndi hún honum eigi að eins þannig, að hann gæti gjört grein fyrir lærdóm- um hans og svarað því, sem hann var að spurður um það efni, heldur leitaðist hún einnig við að rótfesta hann í

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.