Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 28

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 28
28 huga barnsins. Þegar liún sagði syni sínum frá krapla- verkum Jesú, vakti hún athygli hans á hinum mörgu dásemdarverkum, er daglega fara fram, án þess þeim sé gaumur geflnn; hún sýndi honum, hvernig guð við- heldur heiminum; hvernig grasið sprettur og kornið vex upp af frækorni því, sem geymizt í jörðinni; hún benti honum á fegurð náltúrunnar; og er hann hafði yndi af henni, minnti hún liann á, að allt þetta hefði guð skap- að, og fyrir öllu þessu sæi hann, og að jafnvel enginn titlingur félli til jarðar án hans vilja. Barnið hlýddi á orð hennar, og geymdi þau í huga sínum. Þegarhann á kvöldin stundum stóð við gluggann, og virti fyrir sér himinhveflinguna og allar stjörnurnar, þá fannst honum eins og guð hefði auga á sér af himnum ofan, og opt sagði hann við móður sína: »En hvað himininn er fall- egur; mikið hlýtur þar að vera dýrðlegt«. Jafnframtþví sem drengurinn þannig lærði margt og mikið gott, sá hann eigi annað en gott eitt fyrir sér; foreldrar hans voru honum í öllu tilliti til fyrirmyndar; aldrei heyrðist á heimili þeirra nokkurt bituryrði, óánægja með kjör sín eða ásökun gegn forsjón guðs; en aptur á móti heyrði barnið opt, hvernig foreldrar hans jafnan töluðu um, að allt það, er fram við oss kæmi eptir guðs vilja, væri oss til gagns og góða, þótt vér skammsýnir menn sæ- um það eigi. Drengurinn óx nú og þróaðist, og líf hans varein- göngu friður, ró og gleði, þangað til hann var 12 ára gamall; þá dó móðir hans; hún lók í hendina á hon- um að skilnaði, leit á hann, og mælti með veikum róm: »Sonur minn góður, þess bið eg síðast í þessu lífi, að þú verðir jafnan guðs barn og haldir þér óspiltum af heiminumu. Hann lofaði því gráfandi, og skömmu síð-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.