Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Page 31

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Page 31
31 var samvizkusamari en svo, að hann vildi takast á hend- ur að boða þann lærdóm, er hann sjálfur eigi trúði; hann vildi ekki vera prestur, nema því að eins, að hann gæti verið annar eins prestur og faðir hans. Hann réði nú af að verða læknir, því hann ætlaði, að í þeirri stöðu gilti einu, hvort inaður væri krislinn eða eigi. Orð for- eldra hans stóðu honum opt fyrir hugskotssjónum, en hann leitaðist við að gleyma bæði þeim og öllu æsku- lífi sínu, því í hvort sinn, sem hann minntist þess, varð hann svo órólegur með sjáifum sér; fyrir því sökkti hann sér niður í allskonar glaum og skemmtan- ir; honum kom nú eigi framar til hugar hín síðasta bæn móður hans, að hann héldl sér óspilltum af heiminum. En því meir sem hann leitaðist við að bæla niður minn- ingu barnæsku sinnar, því fremur gyllti hann fyrir sér ókomna tímann; hann lilakkaði til, hve frægur hann mundi verða og hve mikilli upphefð og metorðum hann mundi ná; það var miðið, er hugur hans allur stefndi að, hið eina hnoss, er hann sóttist eptir; um annað æðra hugsaði hann eigi. Milli þess sem hann nú keppti eptir að njóta mun- aðar og glaðværða heimsins, lagði hann einnig kapp á nám sitt og innan fárra ára tók hann embættispróf með bezta vitnisburði; hann var hinn efnilegasti maður, prýði- lega gáfaður, fríður sínum, ungur að aldri og hugljúfi hvers manns; hann gat því gjört sér hinar glæsilegustu vonir um ókomna tímann, og leit út fyrir, að vera hinn mesti g^fumaður; samt var hann eigi ánægður, þótt honum eigi væri ljóst, hvað lil þess bæri; hann var að vísu kátur og glaðvær, en hjarta hans vantaði frið og ró. Sumarið eptir ferðaðist hann einu sinni með nokkr- um kunningjum sínum út á Sjáland, og vildi svo til, að

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.