Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Síða 32
32
leið þeirra lá nálægt prestsetrinu, þar sem hann var
fæddur; hann hafði eigi komið þangað, síðan að hann
fór þaðan, eptir lát föður síns, og langaði hann nú
mjög til að sjá aptur æskustöðvar sínar; hann skildi
því við félaga sína og fór þangað; þetta var á sunnu-
degi, og er hann kom á kirkjustaðinn, stóð þar á em-
bættisgjörð; kirkjan var opin og gekk hann inn.
Þegar hann kom inn í kirkjuna, varð hann ein-
livern veginn eins og utan við sig. Ilánn stóð nú á
þeim stað, þar sem hann svo opt hafði heyrt föður sinn
boða guðsorð, þar sem hann sjálfur svo opt í guðraiki-
legum hugleiðingum hafði selið við lilið móður sinnar;
hann minntist þess, hve opt hann á þessum stað hafði
liallað sér upp að brjósti hennar, meðan blessunarorð
föður lians hljómuðu yfir söfnuðinn. Honum þótti, sem
hann aptur væri orðinn barn og heyrði hina sterkn raust
föður síns og sæi hið blíða auglit móður sinnar. Hánn
kannaðist við hvern hlut í kirkjunni; allt minnti hann á
hið rólega og sæla æskulíf hans og vakti söknuð og
þrá f brjósti honum. Meðan hann var að hugsa um
þetta, var messugjörðinni lokið; djákninn gekk fram
og las útgöngubænina: "Drottinn eg þakka þér af
öllu mínu hjarla, <að þú hefir nú kennt mér, hvað þú
vilt að eg skuli gjöra. Iljálpa mér nú minn guð með
þínum heilaga anda fyrir sakir Jesú Iírists, að eg megi
varðveita þitt orð í hreinu hjarta, og þar af styrkjast í
trúnni, í guðrækilegu framferði betrast og mig þar við
í lífi og dauða hugga». »Og mig þar við í lífi og
dauða hugga» endurtók hinn ungi maður með sjálfum
sér, og djúp og sár hrvggð greip hjarta hans, því hann
fann glöggt, að hann hafði ckkert, er liann gæti huggað
sig við í lífi ogdauða. Ilann flýtti sér nú út úr kirkj-