Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 34

Kristileg smárit handa Íslendingum - 04.01.1869, Blaðsíða 34
34 að segja amen til þess, er hann dæmir yður til». Og að svo mæltu þóttist hún fara frá þeim. Hinum unga manni hafði eigi komið saga þessi til hugar í mörg ár, en nú mundi hann glöggt eptir henni, og að móðir hans hafði lagt hendina á höfuð honum og sagt: «Guð gefi, að við, þegar þar að kemur, meg- um hittast hægramegin, meðal drottins útvöldn hjarðam. Þótti honum ógnarlegt að hugsa til, að það eigi yrði. Honum stóð ljóst fyrir hugskotssjónum, hve skelfilegt væri, að heyra foreldra sína segja amen til fordæming- ar hans, en svo hlyti að fara, ef hann eigi snéri sér til drottins; hann fann að hann hafði enga afsökun; hann var alinn upp í ótta drottins, en hafði yfirgefið hann og hafnað náð hans. Hvernig átti hann nú að fara að? Hvar var nú hjálpar að leita? Hvað átti hann að gjöra, til að geta öðlazt eilíft líf? Hann minnt- ist nú þess, sem hann hafði heyrt og lesið í æsku sinni um drottinn vorn, að hann tekur að sér hvern iðrandi syndara, að hann í dæmisögunni leitaði eptir hinum frávilta sauð, og faðmaði að sér hinn týndason; að hann sagði við ræningjann á krossinum: «í dag skaltu vera með mér í Paradís». Hann minntist þess, að foreldrar hans höfðu sagt: «Drottinn vill ekki dauða syndugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi, og hvern þann, sem játar syndir sínar og vill gefa náð hans rúm í hjarta sínu, þann mun hann eigi frá sér reka». Ilann vildi hiðja guð, sem hann ekki hafði gjört um langan tíma; en hann gat ekki komið fyrir sig neinu orði; það var eins og hann væri orðinn svo ókunnugur guði, að hann eigi vissi, hvernig hann ætti að ávarpa hann. Honum kom þá til hugar drottinleg

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.