Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 1
Landstj órn.
í landstjórnarefnum hafa hvorki miklir nje margbreyttir
atburðir orðið á íslandi næstliðið ár. Eigi að síður hefur þó
ýmislegt gjörzt í þeim efnum, er verða má að eigi hafi svo litla
þýðingu fyrir land og lýð, þegar fram líða stundir; en með því
að fljótt verður yfir að fara og eigi er ráðrúm til að gjöra grein
fyrir þýðingu viðburðanna, skal hjer að eins í stuttu og þurru
yfirliti getið hins helzta, er að þessu lýtur.
Þá er fyrst að segja frá alfiingi, er haldið var næst-
liðið sumar; það var hið þrettánda í tölunni. Konungur kvaddi
stiptamtmann Hilmar Finsen fyrir fulltrúa sinn á þinginu, en
hann kvaddi aptur yfirdómara Magnús Stephensen til aðstoð-
a r sjer. Konungsfulltrúi setti þingið i Reykjavik laugardaginn
1. dag júlímánaðar; þá voru aðalþingmenn komnir úr flestum
kjördœmum; úr Húnavatnssýslu og Norður-tingeyjarsýslu komu
varaþingmennirnir, en úr Norðurmúlasýslu kom hvorugur þing-
mannanna. I*ingmaður ísfirðinga, riddari Jón Sigurðsson, var
kjörinn forseti þingsins, en hinn fimmti konungkjörni þing-
maður, biskup Pjetur Pjetursson, varaforseti. Konungsfull-
trúi afhenti þá forseta auglýsingu konungs til þingsins (dag-
setta 22. maí 1871) um árangurinn af tillögum alþingis 1869;
er það nóg að geta þess hjer, að fáar af tillögum þess höfðu
verið teknar til greina af ýmsum ástœðum. Síðan afhenti kon-
ungsfulltrúi forseta lagaboð þau, er út höfðu verið gefin síð-
an um þinglok 1869, og verður þeirra, er út komu næstliðið ár,
síðar getið. Enn fremur lagði hann fram 12 konungleg laga-
frumvörp, er rœða skyldi á þessu þingi, og eitt konunglegt
álitsmál (um lögleiðslu danskra lagaboða, er út höfðu komið
á árunum 1869—70). Frumvörpin voru þau, er nú skal greina:
1, frumvarp til stjórnarskrár um hin sjerstaklegu málefni ís-
lands;
2, frumvarp til tilskipunar um sveitastjórn á íslandi;
8, frumvarp lil tilskipunar um bœjarstjórn í Reykjavík;
1