Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 5

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 5
LANDSTJÓBN. O um og eptir heitorði konungs; það sem hann fann að efninu var það, 1, að alþingi væri eigi áskilinn atkvæðisrjettur um þau gjöld, er kynnu að verða lögð á ísland til almennra ríkismála, því að með því væri skertur rjettur þingsins; 2, að alþingi væri eigi áskilinn atkvæðisrjettur um það, hvort eitthvert mál sje sam- eiginlegt eða eigi, því að með svofelldum hætti mundihvert mál verða talið sameiginlegt, sem eigi væri beinlínis talið upp í lögun- um sem sjerstaklegt, og þá látið heyra undir ríkisþingið ; 3, að eptirlaun þeirra íslenzkra embættismanna, ekkna þeirra og barna, sem hiugað til hafi verið goldin úr ríkissjóði, skuli framvegis verða goldin úr hinum íslenzka landssjóði, þ v í a ð ríkissjóður- inn hafl tekið upp á sig skuldbindingu um það, og sje bundinn við hana; 4, að íslandi sje engin trygging gefin fyrir hinu fasta árgjaldi úr ríkissjóðnum, því að ríkisþingið geti breytt þessu, er það vill; 5, að árgjaldið sje of lítið, því að bæði eigi íslend- ingar heimting á meiru og þurfl meira með; 0, að það skipa- gjald, er greitt er af póstskipi því, er gengur milli íslands og Danmerkur, skuli endurgoldið ríkissjóðnum með því að draga ár- lega jafnmikið fje af árgjaldinu sem gjaldi þessu nemur, því að með þessu sjeu brotin lög á íslendingum (lögin 15. apríl 1854). Samkvæmt því, sem að framan er sagt, gjörði meiri hlutinn ýmsar breytingar við frumvarp konungs um stjórnarskrána, eink- um að því er snerti framkvæmdarvaldið og stjórnarábyrgðina, og voru helztu breytingarnar fólgnar í því, að í staðinn fyrir ráð- herra hjá konungi með ábyrgð fyrir ríkisþinginu, og landshöfð- ingja á íslandi með ábyrgð fyrir ráðherranum, setti hann 1 a n d- stjóra á íslandi með ábyrgð fyrir alþingi, og erindisreka við hönd konungi; en jafnframt Ijet hann i Ijós, að þetta fyrir- komulag væri eigi hið œskilegasta, heldur hitl, að skipaður værí yflr ísland konunglegur umboðsmaður, er væri ímynd konungdómsins á íslandi, hefði öll konungsstörf á hendi og hefði ábyrgð gjörða sinna fyrir konungi einum, en hann tœki sjer aptur ráðherra, einn eða fleiri, sem hefðu ábyrgð stjórnar- athafnanna fyrir alþingi; en til þess að fjarlægjast sem minnst frumvarpið gjörði hann þetta að varatillögu sinni, og rjeð þing- inu til að fallast á frumvarpið með þeim breytingum, er nefnd- in hafði gjört við það, •— og til vara, að ceskja þess, að yfir landið yrði skipaður konunglcgur umboðsmaður (jarl), er sje

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.