Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Síða 9

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Síða 9
LANDSTJÓUN. 9 um hans var samið frumvarp það, er konungur lagði nú fyrir þingið; var það að mörgu leyti sniðið eptir bœjarstjórnarlögum í Danmörku. Þingið kaus nefnd í málið, og rjeð hún þinginu að fallast á frumvarpið með nokkrum breytingum, er henni þóttu þurfa; þó voru nefndarmenn eigi á eitt sáttir um breytingarnar, en þær eru eigi svo vaxnar, að þörf þyki að geta þeirra hjer. ÍMngið rœddi síðan málið, og bað konung í álitsskjali sínu um frumvarpið, að hann löggildi það með nokkrum breytingum, er þingið hafði gjört við það. 4. Póstmálið. í frumvarpinu um mál þetta er gjört ráð fyrir því, að stofnuð verði póstskrifstofa og póstmeistari skipaður í Reykjavík, en mest snertir frumvarpið sendingar með póstum. Þingið setti nefnd til að rœða frumvarpið, og voru henni fengnar 2 bœnarskrár um póstgöngur. Nefndin fjellst að mestu leyti á frumvarpið; og er þingið hafði rœtt málið, komst það að sömu niðurstöðu, og bað konung í álitsskjali sínu, að lögleiða frumvarpið með nokkrum smábreytingum, er þingið hafði gjört við það. 4. Brennivínstollsmálið. Tollálögur þær á vínföng, er frumvarp konungs um málið fer fram á, eiga að miða til þess að sporna við nautn áfengra drykkja, en einkum til þess að auka tekjur landsins. í frumvarpinu er ákveðið, að 8 sk. gjald skuli leggja á hvern pott brennivíns og annars víns, er flyzt á tunnum, og jafnmikið á hverja 3 pela þess víns, er flyzt á flöskum eða brúsum. Þingið kaus nefnd í málið. Nefndin rjeð þinginu að biðja konung um að löggilda frumvarpið með nokkrum smábreytingum, og meiri hluti nefndarinnar lagði það jafnframt til, að frumvarpið yrði eigi að lögum, fyr en þingið hefði ráð á að verja gjaldinu. ÍMnginu þótti ísjárvert að fallast á tillögu eins þingmanns, er fór fram á það að vísa málinu frá, þar sem hjer var um það að rœða að bœta hag landssjóðsins, jafnvel þótt það hins vegar hefði eigi sjálft ráð á að verja gjaldinu að svo komnu; það fjelist því á tillögur nefndarinnar og gjörði það að niðurlagsatriði í álitsskjali sínu til konungs, að hann lög- leiddi frumvarpið, en þó eigi fyr en þingið hefði fengið löggjaf- arvald og fjárforræði. 6. Spítalagjaldsmálið. í frumvarpi því, er kon- ungur lagði nú fyrir þingið um þetta mál, er tillagan um gjald-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.