Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 12
12
LANDSTJÓRN.
embættislaun frá 1. nóv. 1870 til 6. júní 1871. þingið kaus
nefnd í málið, og rjeð hún þinginu að biðja um, að eptirlaun
Havsteins yrðu ákveðin í rjettri tiltölu við laun hans 5 seinustu
árin. Þingið fjellst á þetta, og stýlaði niðurlagsatriði bœnarskrár
sinnar um málið samkvæmt því.
14. Fjárhagsáætlunarmálið. Stjórnin Ijet eigi
leggja fjárhagsáætlun íslands fyrir alþingi, og var hún eigi lögð
fram, fyr en þingið skoraði á konungsfulltrúa um það. Sú til-
laga kom þá til þingsins frá 3 þingmönnum, er fór fram á það,
að þingið kysi menn til þess að rannsaka fjárhagsáætlunina og
gjöra athugasemdir sínar um fjárhagsmálið og reikninga lands-
ins um 2 næstkomandi fjárhagsár. þingið kaus nefnd eins og
til var mælzt. f>á er hún hafði fengið þau gögn og skýrteini,
er unnt var að fá í þessu máli, og rannsakað það vandlega,
kvað hún upp álit sitt um það. Hið helzta, er hún fann að
fjárhagsáætluninni, var það, að f henni væri ætlazt til, að hinn
íslenzki landssjóður greiddi í ríkissjóðinn lestagjald það, er hann
hefði tekið við af vörum þeim, er póstskipið flytti, þar sem fs-
landi kœmi eigi annað við í þessu efni en póstsendingarnar;
rjeð hún því þinginu að biðja konung um leiðrjetting á þeim
reikningshalla íslandi í óhag, er af þessu leiddi; enn fremur
rjeð hún að biðja um að endurskoða nákvæmar og leiðrjetta
nokkur önnur atriði, er minna varða. Meiri hluti nefndarinnar
rjeð enn fremur að biðja konung um að skipa nefnd manna,
jafnmörgum Dönum og íslendingum, til að rannsaka öll reikn-
ingaviðskipti beggja þjóðanna, og leggja síðan þá reikninga fyrir
alþingi. Þegar þingið hafði rœtt málið, komst það að sömu
niðurstöðu og nefndin, og gjörði niðurlagsatriði hennar að nið-
urlagsatriðum í bœnarskrá þeirri, er það sendi konungi um
málið.
15. Jarðasölumálið eða málið um sölu opinberra
eigna. Þingmaður Reykvíkinga hafði lagt það til við þingið, að
biðja konung um að skipa svo fyrir, að engin sala nje skipti á
opinberum eignum megi hjer eptir fram fara nema með ráði al-
þingis. Nefnd sú, er kosin var í málið, lagði hið sama lil;
þingið fjellst á það, og gjörði það að niðurlagsatriði í bœnar-
skrá sinni til konungs um málið, en undanskildi þó kirkjugózin.
16. Öreigagiptingamálið eða málið nm breytingu