Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 13
LANDSTJÓRN.
13
á tilskipun 30. apríl 1824. Bœnarskráin um þetta mál fór frain
á það, að breyta 10. lið í 3. grein tilskipunar þessarar þannig,
að prestinum verði gjört að skyldu, að spyrja hjónaefni í votta
viðurvist, hvort þau hafl þegið óendurgoldinn sveitarstyrk, og þá
að eins þurfi leyfi sveitarstjórnarinnar, ef þau játi því. Nefnd
þeirri, er sett var í málið, þótti þetta eigi nóg trygging fyrir
prestinn, en lagði þar á mót til, að svaramönnum yrði gjört að
skyldu, að bera alla lagaábyrgð af giptingum ásamt prestinum.
Þingið rœddi síðan málið, en ritaði enga bœnarskrá um það til
konungs, og fjell það svo niður.
17. Stapahafnarmálið. Bœndur íBreiðuvíkurhrepp
sendu þinginu bcenarskrá um að biðja um að löggilda Stapa-
höfn í Snæfellsnessýslu, er fyrrum hafði verið löggildur verzlun-
arstaður, en nú hafði verið lagður niður um hríð. Nefndin í
málinu áleit það varlega gjörandi að fjölga smáverzlunarstöðum á
íslandi, er það dreifði verzlunaraflinu, en þó þóttu henni yfirgnæf-
andi ástceður mæla með því, að leyfa verzlun á Stapa. t*ingið
var á sama máli, og ritaði því konungi bœnarskrá um að nema
sem fyrst úr gildi opið brjef 28. sept. 1823, er bannaði verzlun
á Stapa.
18. Sjómannaskólamálið. þingmaður Snæfellinga
bar þá boenarskrá upp við þingið, að það fceri þess á leit, að
stjórnin legði árlega 1000 rd. til styrktar sjómannaskóla á ís-
landi, og að kennaranum í reikningi í latínuskólanum og skip-
stjórnarmanninum á póstskipinu yrði gjört að skyldu að prófa
sjómannaefni í Reykjavík og gefa þeim vitnisburð. Nefndin, sem
sett var í málið, vildi haga kennslufyrirkomulaginu þannig, að
hið danska herskip, er sent er á ári hverju til íslands, veitti
móttöku nokkrum ungum íslendingum, og að þeir fengju þar
tilsögn í sjómannafroeði, og yrðu síðan prófaðir í þessari grein,
en að þeir, sem stoeðust prófið, gætu síðan orðið stýrimenn; til
þess að standast kostnað þann, er af þessu leiddi, lagði nefndin
enn fremur til, að í hinni árlegu fjárhagsáætlun væri ætlað fje
til þessa. í líka stefnu og boenarskráin og nefndin fór þingið í
bcenarskrá sinni til konungs um málið.
19. Lagaskólamálið. Boenarskrá hafði komið frá 2
þingmönnum um stofnun lagaskóla. Þingið tók hana til greina
og setti nefnd f málið. Nefndin rjeð þinginu að biðja konung