Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Síða 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Síða 14
14 LANDSTJÓRN. um að stofna sem fyrst lagaskóla á íslandi, en á meðan það eigi gæti komizt á, þá að skylda yfirdómendurna i yfirdómi landsins til að halda fyrirlestra fyrir lögfrceðingaefnum i landslögunum, og prófa þá í þeim, er þess œskja. Þingið fjellst á þetta, og fór þess á leit i bœnarskrá sinni til konungs um málið. 20. L æ k n a s k ó 1 a m á I i ð. j>ingmaður Barðstrendinga bar fyrir þingið bœnarskrá um stofnun læknaskóla. Nefnd var sett í málið, og Ijet hún í Ijós það álit sitt, að brýnasta nauðsyn bæri til að koma læknaskipuninni i betra horf og fjölga læknum. Til þess að bœta úr þessu rjeð hún þinginu að biðja konung um að stofna sem fyrst læknaskóla í Reykjavík með B kennur- um. fetta mál varð aldrei rœtt til fullnustu á þinginu. 21. Thorchilliisjóðsmálið. Til þingsins kom bœn- arskrá úr Gullbringusýslu þess efnis, að biðja um að verja nokkru af hinum svokallaða Thorchilliisjóði (gjöf skólastjóra Jóns Þorkels- sonar, er dó 1759, fátoekum börnum í Kjalarnesþingi til menningar) til að styrkja fyrirhugaðan barnaskóla á Hvaleyri. Nefnd sú, er fjekk málið til meðferðar, rjeð þinginu að biðja um, að af vöxtum sjóðsins verði varið til skóla þessa fje því, sem að rjettri tiltölu ber þeim hreppum, er nota skólann. Þetta mál var alroett á á þinginu, en síðan var því vísað forsetaveginn til stiptsyfir- valdanna. 22. Forngripasafnsmálið. Umsjónarmenn hins Islenzka forngripasafns rituðu bœnarskrá til þingsins um að út- vega safninu 300 rd. styrk af fje því, er ætlað er til óvissra út- gjalda íslands á yfirstandandi fjárhagsári. Nefndin, er málið var fengið til álita, rjeð þinginu að biðja konung um að leyfa, að fyrir 2 næstu fjárhagsár mætti af fjenu til óvissra útgjalda verja 200 rd. um hvort árið fyrir sig. Þingið fjellst á þetta, og ritaði um það bœnarskrá til konungs. 23. þjóðhátíðarmálið. Þjóðhátíðarnefndin sendi forseta þingsins brjef og skýrslu um árangurinn af starfa sínum síðan á siðasta þingi; gjörði hún grein fyrir því, að hún hefði skorað á alla hina þjóðkjörnu þingmenn að safna samskotum og senda sjer síðan skýrslu um, hvað þeim hefði orðið ágengt, en að hún ekkert svar hefði fengið frá sumum þingmönnum, og örlitlar gjafir; þar sem nú mál þetta var þannig vaxið, þá þótti nefndinni svo mikið áhugaleysi hafa lýst sjcr hjá landsmðnnum

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.