Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 17
LANDSTJÓRN. 17 honum sjer rangt gjört, er hann var hvorutveggja sviptur; kvað hann og þvergirðingar Thomsens vera gegn landslögum. Hófu þeir þá mál hvor gegn öðrum ; fjell málið á Thomsen fyrir hjeraðs- dómi, en á Benedikt fyrir yfirdómi. H i 11 málið er þannig vaxið : Sigurður prestur Sivertsen á Útskálum í Rosmhvalaneshrepp gaf konu eina, er var sveitlæg þar í hrepp, saman við mann, er var sveitlægur í Strandarhrepp (Hvalfjarðarstrandarhrepp); konan hafði áður átt börn. Nokkru síðar var hjónum þessum, ásamt börn- um konunnar, vísað til sveitar í Strandarhrepp. En með því að hjónaband þetta var talið ólöglegt, þar sem konan hefði þegið sveitarstyrk og eigi endurgoldið hann (sbr. tilskipun 30. apríl 1828), þá lögsótti sveitarstjórnin i Strandarhrepp prestinn á Útskál- um og krafðist bóta fyrir öll þau þyngsli, er leitt hefði og leiða mundi af ómögum þessum framvegis fyrir hrepp þeirra. Málið fjell á prestinn bæði fyrir hjeraðsdómi og yfirrjetti, og var hann skyldaður til að greiða fátœkrasjóði Strandarhrepps fullar bœtur (yfir 700 rd.). Á f'járliag'smálum íslands hefur sú breyting orðið næstliðið ár með stjórnarstöðulögunum 2. janúar, að fjárhag- urDanmerkur og íslands var sundur skilinn; ríkisþing Dana hefur því eigi lengur afskipti af fjárhag íslands, svo sem áður var, heldur að eins konungur og yfirstjórn landsins, sem nú er lögstjórnin. Lögstjórnarráðherrann samdi því fjárhags- áætlun handa íslandi fyrir fjárhagsárið 1871—72, og staðfesti konungur hana með úrskurði 4. marz 1871. í áætlun þessari er tekjum og útgjöldum landsins þannig jafnað niður, að upp- hæð hvors um sig verður 92832 rd. 21 sk. Hjer er eigi kostur á að skýra frá sjerstökum tekju- eða úlgjaldagreinum í áætlun- inni. Frá athugasemdum alþingis við áætlunina er áður skýrt stuttlega. Um opinber gjöld næstliðið ár má geta þess, að al- þingistollurinn var, að því leyti sem hann kemur niður á jarðaafgjöldunum, 3 skildingar af hverju ríkisdalsvirði í þeim. Gjald til jafnaðarsjóðanna var af hverju tíundarbæru lausafjárhundraði í suðuramtinu 16 sk., en um gjalgið í vestur- amtinu og í norður- og austuramtinu er oss ókunnugt. Hver alin eptir meðalverði allra meðalverða var í Skaptafellssýslunum .......................... . 216/iosk., 2

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.