Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 23
MANNFJÖLGUN. 23 Afleiðingarnar at' sóttunum og slysförunum hafa verið næsta hörmulegar. Sóttirnar hafa eigi að eins orðið mörg- um að bana, heldur og einnig lagt enn fleiri í rúmið, og gjört þá óverkfœra langa hríð. Enn þá tilfinnanlegri hafa þó ef til vill slysfarirnar orðið, þar sem flestir þeirra, er þannig fórust, voru menn á bezta aldri, og höfðu margir þeirra fjölskyldu að annast, sem lá við vonarvöl, er þeirra missti við. Af þeim 28 mönnum úr Mýrdal og Meðallandi, er drukknuðu við Dyr- hólaey næstliðinn vetur, voru þannig 18 bœndur og kvæntir menn; ljetu þeir eptir sig ekkjur og fjölda barna í ómegð; sveitir þeirra voru mjög fátœkar og gátu lítið liðsinnt þeim, og hefðu hjer orðið hin mestu vandræði, ef ýmsir drenglyndir og rausn- arlegir menn í ýmsum áttum hefðu eigi orðið til að veita þeim liðsinni og skjóta saman handa þeim fjegjöfum; fje það, er þeim gafst þannig, var alls 800—900 rd. Þrátt fyrir hinn mikla manndauða á íslandi næstliðið ár hefur fólkinu þó fjölgað. Eptir skýrslum hafa á árinu dáið alls 1890 menn (1003 karlkyns en 887 kvennkyns), en fœðzt 2276 menn (1164 karlkyns en 1112 kvennkyns), og eru þá 386 fleiri fœddir en dánir. Þeir, sem hafa flntt sig inn í landið eða úr landinu, eru bvorirtveggja fáir, og mun tala þeirra því nær jafna sig upp. Fólkstalan var í árslok 70417. Hjer virðist eiga við að geta um lát nokknrra merkismanna, er ljetust á íslandi næstliðið ár. Af em- bættismönnum landsins Ijetust að eins 4 prestar: Hinn fyrsti var Þorsteinn Erlendsson Hjálmarsen, prestur í Hltardal og fyrrum prófastur f Mýrasýslu ; bann dó 18. okt., og var þá nálega 77 ára að aldri. Annar var Þorsteinn E i n- arsson, prestur á Kálfafellsstað; hann dó 22. okt., 62 ára að aldri. Þriðji varJónas Bjarnarson, prestur á Ríp ; hann drukknaði í Hjeraðsvötnunum 3. des., og var þá að eins 31 árs. Fjórði var Benedikt Gudmundson, prestur í Vatns- firði; hann dó 5. des., 72 ára. Allir voru prestar þessir merk- ismenn, en einkum þótti manntjón að sjera Jónasi, er var á bezta aldri og ágætur maður. Erlendis dó einn íslenzk- ur prestur: Þorgeir Guðmundsson í Nysted á Lá- landi, hinn ágælasti maður; hann ljezt 28. jan., 76 ára að aldri. Kammcrráð Iíristján Skúlason Magnússen,

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.