Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Page 26
26 ATVINNOVEGIR. Húnavatnssýslu. í lok ágústmánaðar skipti aptur um veðuráttu; tók nú að rigna sunnanlands og vestan, en þorrna upp aptur norðanlands og austan; í sláttulok var aptur þurrkur um allt land. í sumarmánuðunum höfðu hitar verið venju fremur, ,en nú tók smámsaman að kólna, er að haustaði; þó mátti veðurátta heita hin bezta þar til í október; þá tóku að koma hret norðanlands með frosti og snjókomu, en þeim Ijetti brátt af aptur og gjörði blíðviðri þar til seint í mánuðinum ; þá gjörði enn hörð norð- anveður norðanlands með brimróti miklu og fannkomu, og eydd- ust hagar allir; í nóvember gjörði aptur stillt veður og hœg, og stóðu þau nokkra hríð. Undir árslok tók veðurátta að harðna norðan- og austanlands, en þar á mótí var bezta tíð sunnan- og vestanlands allt til ársloka. í*á er litið erá atvinnuvegina sjálfa, er fyrst að minn- ast á jarðarrœktina; hún er raunar lítil og miðar lítt áfram, en þó er jafnan árlega nokkuð gjört að jarðabótum, svo sem þúfnasljettun, túngirðingum, vatnsveitingum o. s. frv. Af jarðabótum þeim, er gjörðar voru á íslandi næstliðið ár, hef- ur vatnsveitingum mest farið fram; að tilhlutun húss- og bústjórnarfjelags suðuramtsins voru fengnir tveir vatnsveitinga- menn frá Danmörku, og unnu þeir að vatnsveitingum allvíða, einkum í Borgarfirði, Kjós og Biskupstungum; hafa störf þeirra þótt bera góðan árangur; ýmsir íslendingar hafa lært af þeim aðferðina og viuna síðan sjálfir að vatnsveilingum sínum. Helzta uppskera íslendinga er heyskapurinn. I*að hafa sjezt merki þess, að þar sem jarðabœtur hafa verið gjörðar að mun, hefur heyaflinn aukizt stórum; en mest fer þó heyskapur- inn eptir því, hvernig viðrar um gróðrartímann og uppskerutím- ann eða sláttinn. fess er áður getið, að vorið var mjög gróður- sælt, þar eð hvervetna voru hlýindi mikil og skin og skúrir skipt- ust á. Þegar i miðjum júnimánuði var grasvöxtur því nær hver- vetna orðinn meiri en vanalega í miðjum júlímánuði; byrjaði sláttur því víða nær mánuði fyr en vant er; leit nú út fyrir hið bezta heyskaparsumar, en þá komu rigningar norðanlands og austanlands, og gekk mjög illa að þurrka heyið; lágu töður sum- staðar þrjár vikur á túnum og hröktust mjög; sunnanlands og vestanlands var heyþurrkur og hirðing hin bezta framan af slætti, nema í einstöku sveitum. Seinni hlula sumarsins eða á cngjaslætti

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.