Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Síða 27
ATVINNUVEGIR.
27
gekk heyþurrkur aptur vel á norðurlandi og austurlandi, en illa á
suðurlandi og veslurlandi; varð sláttur þar mjög endasleppur í
mýrarsveitum, því að gras fór allt í kaf sökum rigninganna, og
kom eigi aptur upp að mun, er upp þorrnaði 5 í hinum þurrlendari
sveitum varð heynýting aptur góð áður en slætti lauk. Hey-
birgðir voru hvervetna miklar, og þegar á allt er litið, víðast
allgóðar; reyndar höfðu töður nokkuð hrakizt á norður- ogaust-
urlandi, og úlhey á suður- og vesturlandi, en flestir voru þó að
mestu ánœgðir með heyafla sinn.
Kál, rófur og kartöflur spruttu einnig víðast í betra
lagi og voru snemma fullþroska, en eigi varð arður af þeim að
þvf skapi meiri en að vanda, sem heyaflinn var meiri. þar sem
sáð hafði verið höfrum og byggi, varð uppskera einnig íbetra
lagi; en slíkt er svo óvíða, að þess er naumlega getandi.
Melurinn eða villikornið í Skaptfellssýslu spratt einnig í bezta
lagi.
f>á er að minnast á f járrœktina; hún er í rauninni
hinn helzti atvinnuvegur landsbúa, en af henni er þó œrið lítið
að segja. Að því er snertir sauðfjárrœktina, má geta
þess, að skepnuhöld á sauðfjenaði voru víða allgóð næstliðið
ár; raunar horfðist eigi vel á með fjenaðarhöld á útmánuðunum,
meðan hörkurnar voru sem mestar, en vorið bœtti úr, svo að
sauðfje varð alstaðar í allgóðum holdum. Sauðburður gekk
í bezta lagi. Fje fór vel úr ult um vorið. Málnyta varð
góð um sumarið, þar eð hagar voru vel sprottnir og veður
jafnan hlý. Fjárheimtur urðu í lakara lagi, og var þó veð-
ur bjart og blítt um göngutímann; fer svo opt, þá er vel gefur,
að gangnamenn vanda þá eigi eins leitirnar. Sláturfje reynd-
ist einnig í lakara lagi bæði að holdum og mör, þrátt fyrir það
þótt beitarland væri í bezta lagi og veðurlag sömuleiðis; má
vera að því hafi valdið þurrkar á afrjettum, því að þegar þurrka-
samt er og og fje hefst við á örœfum eða þar, sem eigi næst
til vatns, er það á sífelldum hlaupum og nær eigi að fitna. j»ó að
sauðfjenaðarhöld mættu kallast góð, þegar á allt er litið, þá hafa
þó ýmsar tálmanir orðið á sauðfjárrœktinni sem vandi er til.
Sumstaðar var fje b i t i ð af t ó u, en þó voru eigi mikil brögð
að því, enda hefur sumstaðar verið gjörð gangskör að því að
eyða bítnum, bæði með því að skjóta einstakar tóur og vinna