Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 35

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 35
ATVINNUVEGIR. 35 Kaupraannahöfn til að ráðgast ura, hvernig ferðum þessum mætti verða komið á og hvernig þeim skyldi hagað, en eigi er enn kunnugt um aðgjörðir nefndar þeirrar. iðnaðnr er svo lítill á íslandi, að hann getur naumlega talizt sem sjerstök atvinnugrein fyrir landið í heild sinni; hon- um hefur og mjög lítið miðað áfram næstliðið ár. Tóvinna hefur farið þverrandi. Hannyrðir hafa þar á mót farið í vöxt; það má telja framför í þeirri grein, að margar saumavjelar voru fengnar til landsins, og var farið að nota þær, en slíkt hefur varla verið teljandi áður. Smíðar, húsagjörðog skipa- gjörð hafa einnig tekið nokkrum framförum, þó að litlar sjeu. tað, sem einkum hnekkir iðnaði landsins, eru ónýt áhöld og verk- fœri, en þau fara nú einnig smátt og smátt batnandi. M e n n t u n. Frá menntun íslendinga er fátt að segja; verkleg menntun er þar harðla lltil, og bókleg menntun stendur að minnsta kosti mjög til bóta. fó að þjóðin sje námfús, þá kaupir hún að tiltölu færri blöð og bœkur en flestar aðrar menntaðar þjóðir. í flestum frœðigreinum vantar enn hentugar og nýtilegar bœkur á íslenzkri lungu, og erlendar tungur skilja að tiltölu fáir. Tilraunir þær, er gjörðar hafa verið til að auka og bœta mennt- un íslendinga, hafa þó nokkru áorkað, og þótt menntun þeirra enn megi kallast lítil, fer hún þó vaxandi. Næstliðið ár komu út á íslandi 4 smáblöð; af þeim voru 2 hálfsmánaðarblöð (Þjóðólfur og Norðanfari) en 2 mánaðarblöð (Gangleri og Tíminn). Nokkrir menntamenn í Reykjavík ætluðu að stofna vikublað, ef þeir fengju nóga kaupendur, en landsmönnum þótti fyrirtœkið of stórkostlegt, og þorðu þeir eigi að ráðast I að kaupa það. íblöðum þeim, er út komu næstliðið ár, voru nokkrar góðar ritgjörðir um ýmisleg efni, en að öllu samtöldu voru þau miður vönduð að efni, því að auk auglýsinga, skýrslna og skyndi- frjettavoru þau mestmegnis kritur og langorðar blaðadeilur milli einstakra manna. Af t í m a r i t u m þeim, sem eigi eru í dagblaðasniði, hafa einnig

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.