Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Side 36
36
MENNTUN.
4 komið út næstliðið ár: 1. Heilbrigðistíðindi, mánaðarrit,
(1. árgangur), samin og gefin út af doktor Jóni Hjaltalín; í riti
þessu eru ýmsar fróðlegar ritgjörðir, er lúta að heilbrigðisfrœði,
og sömuleiðis varúðarreglur handa heilum og ráð handa vanheil-
úm. 2, Tí marit, ársrit, (1. árgangur), gefið út af yfirdómara Jóni
Pjeturssyni; rit þetta skýrir frá ýmsu í fornum frœðum, forn-
skjölum, ættartölum, lögum o. s. frv. 3. Ný fjelagsrit, árs-
rit, (28. árgangur), gefin útaf nokkrum Íslendingurn í Kaupmanna-
höfn; í ritum þessum er ritgjörð um stjórnarstöðulögin 2. jan.
eptir Jón Signrðsson; leiðir hann þar mörg sögnleg og lagaleg
rök að því, að lög þessi geti eigi verið gild á íslandi, og bendir
enn fremur á þá agnúa á þeim, er gjöri þau óhafandi; þar er
og enn fremur vel samin ritgjörð um prestakosningar, og nokk-
ur kvæði, flest eptir hið þýzka þjóðskáld Schiller, þýdd af skáld-
inu SteingrímiThorsteinson. 4, Gefn, ársrit (2. árgangur), samin
og gefin út af skáldinu Benedikt Gröndal; þar er meðal annars
fróðleg ritgjörð um norðurfarir og ýms kvæði.
Af öðrum bókum, sem út komu á íslenzku næstliðið ár, má
helzt telja þessar: 1, Sálmabók til að’nafa við guðsþjónustu
í kirkjum og heimahúsum (Reykjavík); þessarar bókar er fyr getið.
— 2, Hugvekjur til kveldlestra frá páskum til hvítasunnu
eptir doktor Pjetur Pjetursson (Kaupmannahöfn); þessar hugvekjur
hafa þegar náð allmikilli útbreiðslu eins og hinar fyrri bœkur
sama höfundar.— 3, Kennslubók handa yfirsetukon-
um eptir Levy og Stadfeldt, íslenzkuð af lækni Jónasi Jónassen
(Reykjavík); þeirrar bókar er fyr minnzt. — 4. Latnesk
lestrarbók handa byrjöndum, eptir skólakennarana Jón J>or-
kelsson og Gísla Magnússon (Reykjavík); efni hennar þykir vel
valið, og vandað orðasafn fylgir henni.— 5, Brjef frá Áme-
r í k u, þýdd úr norsku af kandídat Skúla Magnússyni (Reykja-
vík); brjef þessi eru einkar fróðleg fyrir hvern þann, er vill
kynna sjer kosti nýlendumanna í Ameríku. — 6, Um fram-
farir íslands eptir bónda Einar Ásmundsson í Nesi (Iíaup-
mannahöfn); rit þetta er gefið út og sœmt verðlaunum af hinu
islenzka bókmenntafjelagi; þykir það og betur samið en flest
annað, er hingað til hefur verið ritað um það efni.— 7,I£væði
eptir sýslumann Jón Thoroddsen, gefin út af hinu íslenzkabók-
menntafjelagi (Kaupmannahöfn); kvæði þessi eru víða orðin þjóð-