Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 37

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Blaðsíða 37
MENNTUN. 37 kuDQ á íslandi, og þykja þau einkum hafa til síns ágætis, að þau eru þjóðleg, lipur og hnittileg. Auk þessara bóka, sem hjer eru taldar, hafa og verið gefin út á binu næstliðna ári: alþingistíðindin, hin árlegu tíðindi og skýrslur bókmenntafjelags- ins og ýmsar aðrar smáskýrslur og smáritlingar, er minna kveð- ur að. Þegar litið er á bœkur þessar og þess gætt, að megin þeirra er nauðsynlegar guðsorðabœkur og kennslubœkur, þá má furðu gegna, hve lílið bókmenntum íslendinga miðar áfram. Að vísu bagar margt, svo sem fólksfæðin og fjeleysi landsmanna, og í annan stað örðugar samgöngur og ógreið bókasala, en aðal- skerið, sem á strandar, er ef til viil sú ímyndun, sem allvíða ríkir, einkum hjá hinum ómenntuðustu, að þeir sjeu fullnuma og þurfi sízt meiri menntunar við. íhinu íslenzka bókmenntafjelagi voru alls ná- lega 700 manna næstliðið ár; fjelagið átti þá nálægt 9650 rd. í vaxtasjóði sínum, og allt að 30000 rd. virði í bókum og uppdrátt- um og handritasafn að auki. Af lestrarfjelögunum er lítið að segja; um flest af þeim vantar skýrslu, en svo mikið er víst, að þau fara óðum fækkandi og hnignandi; hafa þau víða verið lögð niður næstliðið ár, og bœkur þeirra seldar fyrir lítið verð. Um bókasöfn vantar einnig allar skýrslur, en að því er kunnugt er, hafa þau þó fremur farið vaxandi en minnkandi næstliðið ár. Forngripasafnið hefur einnig aukizt um nokkra muni næstliðið ár; safn þetta hefur tekið undrunarverðum framförum á sluttum tíma, einkum fyrir kappsmuni og ötulleik Sigurðar málara Guðmundssonar. Nú á safnið 869 forngripi og marga merkilega; af þeim bœttust 44 við árið sem leið. Litla rœkt hafa landsbúar sýnt safninu, því að sumpart hefur þeim eigi skilizt, að fornmenjar væru nokkurs verðar, og glatað þeim vís- vitandi, en sumpart hafa þeir selt þær útlendingum; þannig fundust 2 sverð frá fornöld næstliðið ár, annað á Botnsheiði í Borgarfirði, en hitt á Hestfjarðarheiði á Vestfjörðum; úr öðru þeirra voru smíðaðir Ijáir, en hitt var selt útiendingum. Mjög er safninu fjevant, en fáir styrkja það með fjegjöfum; næstliðið ár gaf Eng- lendingur einn, að nafni Milican, safninu hálft pund (4—5 rd.), en íslendingar ekkert.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.