Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1871, Qupperneq 38
38 MENNTUN. í*að er hvorttveggja að skólamenntun á íslandi er eigi mikil, enda er einnig eigi mikið af henni að segja. Barna- skólar eru þar því nær engir, og flestum börnum er þar eigi annað kennt en það eitt í kristindómi, sem boðið er með lög- um. Nú er í ráði að stofna barnaskóla í ýmsum sjávarsveitum. Af barnaskólum þeim, er haldnir voru næstliðið ár, var barna- skólinn i Reykjavík helztur, og sóttu hann hjer um bii 70 börn. Alþýðuskólar eru engir á íslandi; alþýðuskóli sá, er verið var að stofna á Borðeyri, hefur eigi orðið notaður sökum fjeleysis. Flestir alþýðumenn fara þannig á mis við alla mennt- un, þar sem þá bæði vantar bœkur og kennara, og verða að eins að hlíta því, er þeir muna af hinu litla, sem þeir hafa num- ið í œsku. Þess má geta hjer, að nokkrir menntamenn í Reykja- vík (Helgi Hálfdánarson, prestaskólakennari, Jón Þorkelsson, Halldór Guðmundsson og Páll Melsteð, latínuskólakennarar, og Helgi Helgesen, yfirkennari við barnaskólann) hjeldu fyrirlestra um ýmislegt í sögu og náttúrufrœði fyrir nokkrum alþýðumönn- um í Reykjavík; var það fagurt fyrirtœki, og þóttu þeir leysa það vel af hendi. í latínuskólanum í Reykjavík fækkaði lærisveinun- um næstliðið ár; í byrjun skólaársins 1870—71 voru læri- sveinar 70 að tölu; 2 þeirra dóu, 9 tóku burtfararpróf og 8 fóru úr skóla á annan hátt; aptur komu 14 í skólann á sama tímabili, svo að við árslok 1871 voru lærisveinar að eins 65. Við burtfararprófið fengu 2 fyrstu einkunn, 6 aðra einkunn og 1 þriðju einkunn. Stúdentar þeir, sem lærðu læknisfrœði í Reykjavík, voru í byrjun næstliðins árs 4; af þeim hætti 1, en 2 bœttust við, svo að í árslokin voru þeir 5; enginn útskrifaðist þaðan á þessu tímabili. Á prestaskólanum hafa stúdentar fjölgað næstliðið ár; velurinn 1870—71 voru þeir 11; af þeim tóku 7 próf í heimspeki um vorið, og fengu 5 þeirra fyrstu einkunn, en 2 aðra einkunn; 5 tóku embættispróf um sumarið, og fengu 3 þeirra fyrstu einkunn, en 2 aðra einkunn. 9 bcettust um haust- ið við þá 6, er eptir urðu, og í lok ársins voru þar 15 stú- dentar. Nokkrir íslenzkir stúdentar hafa enn sem fyrri notið kennslu

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.