Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Side 6

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Side 6
8 ERÁ ALpINGI. yoru haldnir 62 í neðri deild, 53 í hinni efri, og 3 í sameinuðu pingi. Mál pau, er horin voru fyrir pingið, voru alls 102. Laga- frumvörp voru 71; par af voru 33 sampykt og afgreidd sem lög frá pinginu, 21 feld, 8 skiidi pingið við óútrædd, 9 voru tekin aftur. |>ingsályktunartillögur voru 26; af peim voru 19 sampyktar, 1 ekki útrædd og 6 feldar. Fyrirspurnir voru 5: 2 leyfðar og 3 ekki leyfðar Alpingiskostnaðurinn varð talsvert minni í petta sinn enn á næsta pingi á undan, tæp 31 pús. kr., par á meðal prentun- arkostnaður rúmum 2000 kr. minni enn pá. fegar pingmenn komu heim, sátu peir flestir um kyrt; enn pó héldu pingmenn í tveim kjördæmum leiðir eða haust- ping að fornum sið, og skýrðu par frá frammistöðu pings í sumar. |>etta var í Skagafjarðarsýslu og Gullhringu- og Kjós- arsýslu. |>etta pótti nýung; enn allmisjafnar pakkir kunnu landsmenn, að minsta kosti í sumum kjördæmum, pinginu fyr- ir frammistöðu sína. n. Ný log. Fyrir árslokin náðu 20 af frumvörpum peim, er pingiðaf- greiddi sem lög, staðfestingu konungs. Hinn 21. dag septem- hermánaðar voru pessi lög staðfest; Fjáraukalög 1878 og 1879, lög um samþykt landsreikninganna 1878 og 1879, lög um breyting á opnu bréfi 27. maí 1859 um útlend skip, lög um eftirstöðvar af fangelsiskostnaðinum, lög um breyting á lögum um skrásetning skipa, og lög um afnám aðfiutningsgjalds af útlendum skipum. Hinn 8. dag októhermánaðar var ennfrem- ur staðfest: Fjáraukalög fyrir 1882 og 1883, lög um breyt- ing á tilskipun 15. marz 1861 um vegina, um bæjarstjórn á Ákureyri, og um bæjarstjórn á ísafirði. Að síðustu ritaði konungur undir pessi lög 8. dag nóvemhermánaðar; Ijárlög fyrir árin 1884 og 1885, fjáraukalög fyrir 1880 og 1881, lög um að stjórnin megi sélja nokkurar þjóðjarðir, um að meta til dýrleika nokkurar jarðir í Rangárvallarsýslu, um slökkvi- lið á ísafirði, um linun í ábúðar- og lausafjárskatti, um lög- gilding verzlunarstaða, um breyting á lœknaskólalögunum, um

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.