Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Síða 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Síða 26
28 BJARGRÆÐISYEGIR. inn með pað, og skoraði pingið á ráðherrann að veita lands- höfðingja heimild til pess, að verja allt að 100,000 kr. af lands- sjóði til pess, að lána sveitum til pess að afstýra harðrétti. Yeitti ráðgjafinn fiegar leyfi petta. Lán var fiegar petta suin- ar veitt Dalasýslu og Húnavatnssýslu, hinni fyrnefndu 10000 kr. og hinni síðarnefndu 6500 kr. Fé petta var veitt með venju- legum vöxtum, og skyldi afborgast á 10 árum. Fé fiessu var ætlazt til að varið yrði til pess að auka íjárstofn manna. Jafn- vel pó að svo megi álíta, að Norðlendingar hafi almennt eigi heðið eins mikinn hnekki að tiltölu og sumar suðursveitir af hallærinu, var þó víða mjög bágt par manna á meðal, og skifti því landshöfðingi yfir 5000 kr. milli sýslnanna í norður- og austurumdæminu. Tillögur margar voru einnig bornar fram á amtsráðsfundum um lán handa stærri og smærri héruðum, er nauðsynleg væri til þess, að pau gæti rétt við aftur. Styrkur mikill gekk af landsfé til eflingar búnaði, p. e. 20,000 kr., samkvæmt fjárlögunum. Helmingi fjár pessa skifti landshöfðingi upp milii sýslna landsins að jöfnu hlutfalli fast- eignar- og lausafjárhundraða í sýslunum. Hinu skifti hann sjálfur eftir tillögum og bónarbréfum sýslumanna, amtsráða og annara. Gekk pað mest til pess að styrkja smá hreppsbúnaðar- félög, og svo einstaka menn, bæði á búnaðarskóla o. fi. J>etta er mikið fé, og betur að pví vær vel varið; en pess má oft dæmi sjá 1 sveitum, að jarðabótagerðir manna eru eigi verð- launa verðar; pað er lofsvert að já lán til jarðabóta, pví að pað er pá auðsætt, að maðurinn, er pað gerir, vonast fastlega gagns af jarðabót sinni, og vandar hana; en að gera fáein dags- verk að nafninu til, og láta landssjóðinn borga sér pað, er jafn- an tortryggilegra. Hið merkasta og atkvæðamesta af fyrirtækj- um 1 pessa átt var pað, að 1766 kr. 67 a. voru veittar til pess að stífla upp og hlaða flóðgarða í hina nafnkunnu Safarmýri 1 Rangárvallasýslu. J>að er mikið fyrirtæki, og eigi enn séð, hvort pað getur orðið að liði, svo vel sé; 766 kr. 67 a. voru veittar með pví skilyrði, að nábýlisbændur legði jafnt fram af sinni hálfu, en 1000 kr. voru fiam lagðar skilyrðalaust. J>á er að minnast á sjávarútveg manna og afiabr'ógð.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.