Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Page 28
30
BJARGRÆÐISVEGIR.
um vér, live margar tunnur par hafa borizt að landi. Eystra
var aílinn minni, og skárstur á Eáskrúðsíirði. Sunnlenzka síld-
veiðafélagið aflaði lítið, og var sagt, að ágóðinn hefði svarað
pví, að hlutareigendur hefði fengið venjulega vöxtu af innlögum
sínum. Síldarfélög þessi eru mjög óheppin með skip sín; pau
stranda og farast, má segja hópum saman með ári hverju.
Snemma sumars strönduðu tvö þeirra, annað á Skagafirði, hitt
við Héraðssand, og 4.—6. nóvember strandaði eitt við Látra-
strönd við Eyjafjörð, og tvö í Litlu-Breiðuvík í Eeyðariirðp
Menn komust allir af, enn skipskrokkarnir og annað er fylgdi,
voru seldir við uppboð, og var orð á, að þar hafi verið hægt
að fá sumt með bærilegu verði; þannig var alt strandið á
Héraðssandi selt fyrir 360 kr.
Eggert kaupstjóri Gunnarsson í Eeykjavík gekst fyrir því,
að reynt yrði að stofna íslenzkt fiskifélag, þannig að menn
legði fé fram saman til þess að kaupa þilskip, og eigendur þeirra
gengi síðan í félag um að ábyrgjast skipin innbyrðis. Eékk
hann marga menn í fylgi með sér, og sömdu þeir þegar og
samþyktu Vóg hins islenzka fiskifélags, Vóg fyrir íslenzkt á-
kyrgöarfélag fyrir skip, form fyrir skuldbindingum skipaeig-
enda, form fyrir skuldbindingum skipstjóra, form fyrir skuld-
bindingum háseta, og form fyrir erindisbréfi handa virðingar-
m'ónnum skipanna. Yar máli þessu vel tekið; skrifaði Eggert,
og um 60 aðrir, er með honum voru, bréf þingmönnum og hin-
um helztu mönnum fandsins, og mæltust til þess, að þing og
landsjóður yrði máli þessu hlynnt, og efldi félagið með fjár-
lánum gegn öruggu veði fyrst um sinn, þangað til það væri
komið á fastan fót. Tilnefndu þeir helzt fjárlán, er næmi allt
að 25000 kr., ókeypis kenslu í sjómannafræði, og annað því
um líkt. Svöruðu flestir góðu um þetta, en þú bæði undan og
ofan á um fjárframlögin. Máli þessu var eigi hreyft á þingi í
sumar, og eigi höfum vér neinar fregnir af því síðan.
Hið þriðja, sem vér teljum til bjargræðisvega íslands, er
verzlunin, því að þó að fæstir landsmanna hafi verzlun að at-
vinnuvegi, þá er undir henni komið, hvern arð landsmenn hafa
af afurðum sínum til lands og sjávar. fað verður ekki annað