Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Blaðsíða 31
BJARGRÆÐISVEGIR.
33
upp í sand á Eyrarbakka; hitt, Anne Louise, fór upp í sand í
þorlákshöfn. Menn komust af af báðum þeirra, og skipin og
farmur náðist, og var selt við opinber uppboð. Eitt skip af
Eyrarbakka var og farið áður. Snemma 1 október braut kaup-
skipið Vonina af Ísaíirði við Bolungarvík með saltfarm frá
Englandi. Mönnum öllum varð par og bjargað.
Af almennum framfórum í iðnaði og starfsemi manna
kann eg fátt að segja. Húsagjörð hefir verið mikil á síðustu
árum, enn pó mest í Keykjavík, og hefir par verið bygt mart
af steinhúsum hin síðari ár; hefir mönnum mjög farið fram í
peirri list við smíð pinghússins. J>á komu nýir siðir með
nýjum herrum í steinsmíði, er horfðu til mikilla bóta. |>ó hefir
ekkert verið bygt af stórhýsum, og tekur eigi, að geta hér
neinna húsa sérstaklega.
Eldsvoðar voru bæði margir og sviplegir petta ár; rétt
eftir nýárið brann baðstofan á Efstadal í Laugardal, og um
sama leyti eldhús og bæjardyr á Gilsbakka í Hvítársíðu. Nokkur-
um munum varð bjargað, og eldurinn kæfður í tíma, af pví
að mannhjálp náðist. J>ó varð allmikill skaði af. Hinn 20.
dag febrúarmánaðar brann timburhús nýlega bygt í Nesi í
Höfðahverfi. Eldurinn kviknaði í mæni hússins af gneistaflugi
úr ofnpípu einni, sem lá neðan úr húsinu; eldsins varð eigi
vart fyrri en í óefni var komið, og par eð hvassviðri var mikið^
var eigi að hugsa til að slökkva eldinn; flestum munum varð
bjargað niðri í húsinu, og í kjallara undir pví, en litlu af pví,
sem á loftinu var að finna. Brann par mikið inni af ýmsum
búnauðsynjum og fleiru. Aðfaranótt 2. dags júnímánaðar brann
Egilshús, er kallað var, í Reykjavík, til kaldra kola. Yar pað
nefnt svo af pví að Egill bókbindari Jónsson hafði bygt pað
og búið í pví. Helzt mun eldurinn hafa komið af pví, að heitri
ösku var kvöldið áður mjög seint mokað í trékassa, sem stóð
par á gólfinu. Eldurinn kom upp í norðurenda hússins, og
brann pað í kalda kol á tveim tímum. Nokkrum munum varð
bjargað af pví, er niðri var í húsinu, en engum hlut af loftinu,
og fólk pað, sem á loftinu bjó, komst nakið eða pví nær úr
eldinum með pví að varpa sér upp á tvær hættur ofan úr glugg-
E&ÉTTIB EKÁ ísLANDI 1883. 3