Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Qupperneq 41

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Qupperneq 41
MANNALÁT OG FLEIRA. 43 og að Yalpjófsstað 1858, og var par pangað til hann sagði af sér 1876. Hann var merkur maður og héraðshöfðingi mikill. — Steinn Torfason Steinsen prestur í Árnesi andaðist 27. dag júlímánaðar. Hann var fæddur í Reykjavík 4. dag aprílmán- aðar 1838, útskrifaðist úr skóla 1859, og tók embættispróf á prestaskólanum 1861. Næsta vetur varhann við kenslu á Hofi í Vopnafirði, og vígðist prestur að Hjaltahakka 1862, fékk síðan Hvamm í Dalasyslu 1870, og Árnes í Strandasýslu 1881. Sein- ustu ár sín kendi hann innanveiki, og kom til Reykjavíkur um sumarið, en andaðist par. — pórarinn Kristjánsson prófastur í Vatnsfirði andaðist 10. dag septembermánaðar. Hann varfædd- ur á pönglahakka 8. dag nóvembermánaðar 1816; var faðir hans Kristján porsteinsson, er síðast var prestur á Völlum (f 1859). Hann útskrifaðist úr skóla 1838, með 1. einkunn, en var síðan 4 ár skrifari hjá Lund sýslumanni í Mýrasvslu. Árið 1842 vígðist hann til aðstoðarprests fóður síns á Tjörn í Svarf- aðardal; síðan varð hann prestur að Stað í Hrútafirði 1847, Prestsbakka 1849, Reykjaholti 1867, og Vatnsfirði 1872. Þar var hann prestur til dauðadags. Prófastur var hann í Stranda- sýslu 1850 — 1867, í Borgarfjarðarsýslu 1868—1872, og í eystra hluta Isafjarðarsýslu 1881—1883. Hann sat á pjóðfundinum 1851. Hann var valinkunnur maður, og mentamaður alla æfi. — Ouöjón Hálfdánarson prestur í Saurbæ lézt 25. dag októ- bermánaðar. Hann var fæddur á Kvennabrekku í Dalasýslu 6. dag júlímánaðar 1833; hanu tók stúdentspróf úr Reykjavíkur- skóla 1856, og embættispróf af prestaskólanum 1858, bæði með 1. einkunn. Hann vígðist til Plateyjar 1860, fékk síðan Glæsi- bæ 1863, Dvergastein 1867, Landeyjaping 1874, og að síðustu Saurbæ í Eyjafirði 1882. Hann var með betri prestum hér á landi. — Jón Sigurðsson, prófastur á Prestsbakka í Skafta- fellssýslu, lézt 18. dag desembermánaðar. Hann var fæddur á Egilsstöðum í Glfusi 19. dag júnímánaðar 1821, tók stúdents- próf úr Bessastaðaskóla 1845. Næstu tvö ár var hann barna- kennari í Vatnsdal og síðan í Viðey, og síðan skrifari hjá Bjarna amtmanni Thorsteinsson, og svo Páli amtmanni Melsteð. Árið 1852 vígðist hannað Kálfafelli á Síðu; síðan fékk hann J>ykkva~

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.