Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Side 43
MANNALÁT OG FLEIRA.
45
í Hvammi í Grýtubakkahreppi dó 24. maí. Hann var fyrsti
lærður skipstjóri hér á landi; fæddur á jóladag 1838. Klemens
bóndi Kiemensson á Bólstaðahlíð dó 4. maí, kominn undir eða
um tírætt. Alexíus Arnason, sem lengi var pólití í Reykjavík,
dó 23. ágúst, 70 ára. Stefán bóndi Stefánsson á Anastöðum
í Eyjafirði dó 18. september 92 ára. Guðmundur hreppstjóri
Brynjölfsson á Keldum á Rangárvöllum dó 12. apríl 89 ára,
Jón Bjarnarson bóndi frá Austvaðsholti dó 6. október, 50 ára
Af merkiskonum, er dáið hafa á pessu ári, viljum
vér nefna: Erú Ragneiði Smith, konu kaupmanns, konsúls
M. Smith í Reykjavík; dó 23. janúar. Hún var dóttir Boga
Benediktssen frá Staðarfelli, fædd 7. janúar 1814, gift 1838.
Margét Jónsdóttir prests lærða í Möðrufelli, ekkja síra Einars
Thorlacíusar í Saurbæ, dó par 13. óktóber, pá orðin 92 áragömul,
og hafði pá verið lengi steinblind. Steinunn ísleifsdóttir, kona
Sighvatar alpingismanns Arnasonar í Eyvindarholti, dó 7. nóvem-
ber, 78 ára gömul. Erú Margret Jónsdóttir prests á Grenjaðarstað,
kona E. E. Möllers, verzlunarstjóra á Akureyri, dó 7. desember
73 ára. Gullbrúðkaup peirra hjóna varhaldið fám vikum áður.
Erú Jóhanna Guðmundssen, kona Jpórðar kammeráðs Guð-
mundsens á Litlahrauni, fyrrum sýslumanns í Arnessýslu, lézt
17. desember. Hún var dóttir Knudsens, fyrr kaupmanns í
Reykjavík, og var par fædd 8. október 1817. Allar pessar
konur voru merkar og mikilhæfar konur, og mikilsvirtar.
Hér verður og að geta tveggja manna, er dóu á pessu ári,
og minst æii sinnar voru hér á landi, enn má pó telja Is-
lendinga. Annar var Theódór porðarson Sveinbjörnsen, son-
ur jpórðar Sveinbjarnarsonar háyfirdómara. Hann var fæddur
að Nesi við Seltjörn 22. apríl 1841, útskrifaðist úr Reykjavík-
urskóla 1858, fór síðan til háskólans í Kaupmannahöfn, og
tók embættispróf í læknisfræði 1866. Arið eftir varð hann
«praktíserandi» læknir í Silkiborg á Jótlandi, og til dauðadags.
Hann lézt par 21. desembermánaðar. Hinn var Karl Kristján
porvaldur Andersen, skáld og fornmenntafræðingur í Kaup-
mannahöfn. Eaðir hans var danskur, en móðir hans var íslenzk.
Hann var fæddur í Kaupmannahöfn 26. október 1828, en var