Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Blaðsíða 54
56
BÓKMENTIK,
leifafélaginu gefizt af bókum; petta alt hefir fað lagt inn og
afhent Forngripasafninu til varðveizlu og ævarandi eignar.
XIII. Bókmentir.
Prentsmiðjur landsins voru hinar sömu og áður, nema
Skuldarprentsmiðjan gamla, sem legið hefir aðgerðarlaus síðan
1880, tók nú aftur til starfa. Keypti hana Sigurður verzlunar-
stjóri Jónsson á Yestdalseyri; var hún sett niður á Seyðisfirði,
og tók til starfa rétt fyrir árslokin. Sömuleiðis útvegaði Sig-
mundur Guðmundsson, fyrrum prentari í ísafoldarprentsmiðju,
sér prentsmiðju með hraðpressu frá Englandi, og tók hún og
til starfa fyrir jólin. Hún er mjög vönduð að leturgerð, og
prentar eigi síður fagurlega en ísafoldarprentsmiðja, er hingað
til hefir prentað fegurst á landi hér. Nú eru pá 6 prentsmiðjur
starfandi, og hafa allar nóg að gera, pví að nú er komin sú
hókaöld — sumir segja: lmgvékjuöld — á landi hér, að slíkt
hefir eigi fyrr verið.
Blöðin pau, er áður voru, héldu áfram; Korðanfari og Fróði
voru nyrðra sem áður; Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, kom
til landsins í júní, og tók pá sjálfur við blaðinu af Eiríki Briem;
af pjóðólfi er pað að segja, að Kristján hóksali porgrímsson
seldi hann, og keypti Jón ritstjóri Olafsson, eigandi Skuldar,
útgáfuréttinn. Síðan hvarf nafn Skuldar, en pjóðólfur kom einn
út, en har fyrst með sér, að hann ætti líba að gilda fvrir
Skuld. |>á stofnaði Gestur Pálsson, er nýkominn var frá Kaup.
mannahöfn, nýtt hlað, er hann nefndi Suðra. A Austfjörðum
byrjaði að koma nýtt hlað, er Austri nefndist, rétt fyrir árs-
lokin.
Hið íslenzka þjóðvinafélag gaf út Andvara, 9. ár. I pví
var andlitsmynd og æfiágrip Bjarnar Gunnlögssonar, og allná-
kvæm ferðasaga J>orvaldar Thoroddsens um Múlasýslurnar í
fyrra. |>ar var og ritgjörð eftir Finn Jónsson um lærða skól-
ann, og önnur um merki Islands eftir Pálma Pálsson, söguleg
ransókn um flatta porskinn, og endaði hún á svipaðri niðurstöðu og
hannsegði: «niður með hann»! |>á gaf pað ogút íslenzka garð-
yrkjubók eftir Schiibeler, háskólakennara í Kristjaníu, er Móritz