Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 28. maí 2001 MÁNUDACUR PORCRÍMUR ÞRÁINSSON Meirihluti netverja fylgir Þorgrími Þráinssyni, framkvæmdastjóra Tóbaksvarnarráðs, að málum og telur tóbaksvamarlögin hæfi- leg ströng. Ganga tóbaksvarnarlögin of langt? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Er stundað vændi á nektardansstöðum i Reykjavík? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun I ÓEIRÐIR f TIZI OUZOU Lögregla beitti táragasi til að stökkva mót- mælendum á flótta. Átök í Alsír: Sökudólgum refsað AiGEiRSBORG. flp. Forseti Alsír, Abdeil- aziz Bouteflika, sagði í gær að þeim sem staðið hafa fyrir óeirðum í Alsír undanfarinn mánuð yrði refsað harðlega. Ræða Bouteflike um ástandið er eitt af fáum skiptum sem hann hefur tjáð sig um átökin sem brutust út fyrir rúmum mánuði síð- an þegar framhaldsskólanemi var skotinn til bana er hann var í varð- haldi lögreglu. Bouteflika hefur ver- ið gagnrýndur harðlega fyrir að forðast að taka á málunum en marg- ir íbúar landsins gagnrýna nú æ meir framkomu lögreglunnar við óeirðunum. Síðast á laugardag skaut lögreglan ungling til bana. Mótmæl- endur kveiktu í nokkrum bygging- um í Tizi Ouzou, höfuðborg Kabyle héraðsins í Alsír. Óeirðirnar eru taldar til marks um æ meiri óróleika í Alsír og óánægju með atvinnuleysi og fátækt. ■ Svifdrekamaður: Brotlenti í fjallshlíð slys Maður á svifdreka lenti utan í Reykjafelli, rétt fyrir ofan Kolvið- arhól, rétt eftir klukkan sjö í gær- kvöldi. Maður á jörðu niðri til- kynnti strax um slysið til lögregl- unnar á Selfossi og fór hún á stað- inn ásamt sjúkrabifreið. Flugmað- urinn var fluttur á Landsspítalann við Hringbraut en rannsókn á meiðslum hans var ekki að fullu lokið. Grunur lék á einhverjum bak- meiðslum. Beðið var um að TF-LÍF væri í viðbragðsstöðu en hún fór ekki í loftið. Að sögn lögreglunnar hafði flugmaðurinn misreiknað sig eitt- hvað með þeim afleiðingum að hann brotlenti í fjallinu. ■ Höfuðborgarsvæðið: 20 þúsund fleiri fá Fréttablaðið dagblöð Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði 15. til 23. maí berst Fréttablaðið á um 62.300 heimili á höfuðborgarsvæðinu. Þátt- takendur voru spurðir hvort dagblöð væru keypt í áskrift á heimili þeirra og reyndus 41.850 heimili kaupa Morgunblaðið og 11.400 DV. Frétta- blaðið fer því á 20.450 fleiri heimili en Morgunblaðið eða um 49% fieiri. Könnuninnni lauk um það leyti sem Fréttablaðið varð mánaðargam- alt. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta enn dreifingarkerfi blaðsins og styttist óðum í það takmark að blaðið berist án undantekninga á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. ■ DAGBLÖÐ Á HEIMILUM Á HÖFUÐBORCARSVÆÐINU 62.300 Fréttablaðið Samkvæmt könnun Callup frá 15.-23. maí 2001 um dreifingu Frétta- bladsins og áskrift að ödrum dagblöðum. 41.850 Morgunblaðið DV Gísli Hjartarson segir þingmenn ekkert geta og vilja: Mikill atgervisflótti smAbátar „A fimmtán árum höfum verið að missa allt. Það hefði verið betra að fá eitt gott hnakkaskot en þetta. Þá hefði verið ástæða til að byrja á ný alveg frá grunni,“ sagði Gísli Hjartarson á ísafirði. „Verði trillurnar kvótasettar þá er þetta búið. Eitt af vandamálum okkar er að atgervisflóttinn hefur verið svo mikill. Það eru engir alvöru forystu- menn eftir í atvinnulífinu, ekki í sveitastjórninni og á þinginu eigum við bara meðaljóna sem ekkert geta og ekkert vilja. Það er ríkjandi með- almennska í öllu. í verkfallinu 1998 voru þrettán togarar í ísafjarðarhöfn og þeirra á meðal flottustu togarar landsins, eins og til dæmis Guðbjörg- in. { verkfallinu í vor voru þeir hins GÍSLI HJARTARSON „Það hefði verið betra að fá eitt gott hnakkaskot en þetta" vegar aðeins fimm. Þetta er allt far- ið,“ sagði Gísli Hjartarson. Einnig bls. 11 Mestu óeirðir um árabil 500 manns í blóðugum átökum við lögreglu í Oldham á Bretlandi. Spenna milli kynþátta orsökin. Hague segir fráleitt að tengja sig óeirðum. london. ap. Brotnir múrsteinar, gler- brot og brunnin bílhræ var það sem blasti við íbúum Oldham, nágranna- bæjar Manchester í gær. Miklar óeirðir brutust út þar á laugardags- kvöld milli ungmenna af asísku bergi brotnu og lögreglunnar. Stöku bardag- ar brutust út í gær en lögreglan hafði mikinn viðbúnað til að koma í veg fyr- ir að fjöldaóeirðir brytust út á ný. Kveikja óeirðanna á laugardagskvöld virðist hafa verið þegar hvít ung- menni réðust til atlögu á heimili í hverfi þar sem fiestir íbúanna eru frá Pakistan, Bangladesh eða Indlandi. Mikil spenna hefur verið í Oldham undanfarið á milli kynþátta. íbúar Oldham voru felmtri slegnir vegna óeirðanna, sem stóðu í sjö tíma og tóku 500 manns þátt í þeim þegar mest var. Múrstein- um og eldsprengjum var varpað að lög- reglumönnum. 20 manns særðust í átökunum, þar af 15 lögreglumenn og voru 17 ungmenni handtekin. Leiðtogar samtaka asískra ung- menna hvöttu til þess að láta ekki við- líka atvik gerast á ný. „Við verðum að vera gulltryggja að þetta gerist ekki aftur, gærdagurinn var undantekning og við verðum að hverfa aftur til eðli- legs lífs,“ sagði Ashid Ali, formaður samtaka ungmenna frá Bangladesh, í samtali við BBC í gær. Hann sagði mikilvægt að hafa í huga að hvítir öfgamenn hefðu reynt að espa upp Asíubúa undanfarnar vikur. Asíubúar hafa undanfarið sakað lögregluna í Oldham fyrir að hafa ekki brugðist sem skyldi við árásum hvítra kynþáttahatara. Þessu vísaði yfirmað- ur lögreglunnar, Erik Hewett, á bug í samtali við BBC. Vegna þeirrar spen- nu sem ríkt hefur í bænum undanfarið voru pólitískar samkundur bannaður fyrr í mánuðinum en hvítir öfgamenn hafa hunsað það bann. Simon Hughes, talsmaður Frjáls- lyndra demókrata, sagði að verið gæti að óeirðirnar tengdust kosningabar- áttunni í Bretlandi en íhaldsmenn hafa sætt nokkrum ámæli fyrir að gera málefni flóttamanna að kosn- ingamáli nú í kosningabaráttunni. William Hague, leiðtogi íhalds- manna, sagði ásökunina vera út í hött, málefni flóttamanna væru allt annað mál en kynþáttafordómar. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, snerist Hague til varnar í gær og sagði fráleitt að tengja Hague við óeirðimar. Pat- BARIST AÐ NÆTURÞELI Óeirðalögreglan stóð í ströngu I Oldham aðfaranótt sunnudags. ricia Hewitt, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, sagði hins vegar að málefni flóttamanna væru oft notuð sem aðferð til að æsa upp kynþáttafordóma. ■ —♦— 20 manns særðust í átökunum, þar af 15 lögreglumenn og voru 17 ungmenni handtekin. —4--- Mið-Austurlönd: Hvatt til vopnahlés jerúsalem. ap. William Burns, nýskip- aður erindreki Bandaríkjamanna í ísrael, átti fund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna og Ariel Sharon, forsætisráðherra Israel í gærdag. Burns hvatti leiðtogana til þess að fyrirskipa vopnahlé og fara að niðurstöðum Mitchell-nefndar- innar, alþjóðlegrar nefndar sem skil- að hefur tillögum að úrlausn mála í Mið-Austurlöndum. Aðeins fáeinum klukkustundum áður en Burns hitti Arafat sprungu tveir bílar upp í mið- borg Jerúsalem. Engan sakaði í sprengjunum sem íslamskir öfga- menn stóðu fyrir. Ferð Burns til ísrael er fyrsta til- raún Georgs W. Bush, Bandaríkja- forseta, til að hafa afskipti af átök- SPRENGT í JERÚSALEM Slasaðri konu komið af slysstað í kjölfar sprengingarinnar i Jerúsalem í gær unum í Mið-Austurlöndum sem for- veri hans í embætti, Bill Clinton, hafði mikil afskipti af. Eftir fundina samþykktu ísraelar og Palestínu- menn að hefja viðræður öryggisfull- trúa þeirra að þyí er ísraelskt sjón- varp greindi.frá. Þær viðræður hafa legið niðri í niánuð. ■ Margir á faraldsfæti: Sumartraffíkin hafin umferð Gífurlega mikil umferð var um Borgarfjörð og Selfoss um helg- ina. Að sögn lögreglunnar á þessum stöðum er engum blöðum um það að fletta að sumartraffíkin er hafin. „Það var gríðarlega mikil umferð síð- degis,“ sagði lögreglan á Selfossi í samtali við Fréttablaðið. Flestir voru að koma úr bústöðum í Árnessýslu en einnig austan úr Rangárvallasýslu og lengra að. Lögreglan í Borgarnesi tekur und- ir það að sumarumferðin sé komin af stað, hún hafi raunar hafist snemma í maí í ár enda tíð verið góð. „Þetta var reyndar óvenjuleg helgi því hún hófst á miðvikudag, greinilegt að margir höfðu tekið sér frí á fimmtu- deginum." Lögreglan á báðum stöð- um bar ökumönnum ágætlega sög- una, sagði langflesta aka innan hraðamarka. Starfsfólk í söluskálum fer heldur ekki varhluta af því að FYRSTA FRÍHELGIN Ökumaður á hraðferð í fríið var tekinn á 140 km hraða í Borgarfirðinum. sumarið er byrjað. Að sögn Ingi- bjargar Gestsdóttur, starfsmanns Hyrnunnar í Borgarnesi, var mjög mikið að gera um helgina og greini- legt að margir voru á leið úr og í suin- arbústaöi. Næstu helgi megi hins vegar búast við jafnyel enn meiri umfei'ðV dnda hvíjasunna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.