Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 5
norðurljósið
5
andartaki hjá Lúter. Er greifinn kom inn, reis Lúter upp af
stólnum. Spyrjandi horfði hann á stóra manninn, er stóð þar í
öllum herklæðum með sverð við hlið.
Raumurinn sagði ekki orð, en horfði bara á hann. Lúter
mátti mörgum sinnum spyrja, hvert væri erindi hans. Loksins
gaus fram úr greifanum:
Maður, þér eruð betri en ég. Guð fyrirgefi mér, að ég hef
hugsað illt um yður.
Hann viðurkenndi nú hreinskilnislega, hvers vegna hann
var kominn til Miltenberg, hvernig hann hafði, áður en dagur
rann, heyrt hann biðja, hvernig hann var orðinn sannfærður
um, að hann gat með engu móti verið óvinur sannleikans og
heilagrar kirkju.
Guði sé lof, er sigrað hefur yður með orði sínu og Anda, en
ekki með mínu orði. Eg er aðeins verkfæri, sem Drottinn hefur
kjörið, til að flytja orð hans aftur til þýskrar kristni. Farið þá
leiðar yðar með friði, herra greifí! Hann, sem byrjað hefur í
yður góða verkið, mun fullkomna það allt til dags Jesú Krists.
Ef Guð vill, þá munuð þér ennþá sjá kraftaverk, hvernig
„Herrans orð og armur, brýtur sundur bogann og heggur
spjótið af“ (Norsk þýð.) Sálm. 46.
Er greifinn hafði snætt morgunverð, reið hann heim með
mönnum sínum. Þeir gátu ekki skilið, hvers vegna var þessi
hraða reið kvöldið áður. Greifinn sagði ekki neitt. Hann var
hljóðlega undrandi yfir því, allan tímann, hve undursamlega
blaðinu hafði verið snúið við. Ætlað hafði hann sér: að flytja
Lúter í böndum til páfafólksins. Nú var það hjarta sjálfs hans,
sem bundið var af bæn Lúters. Yfir þessum böndum gladdist
hann æ meir og meir. Er hann steig af hestbaki í hallargarð-
inum, kom ástkær konan hans á móti honum. Hún ljómaði af
gleði. Hilde hafði sofíð alla nóttina. Hún sat nú í rúminu, lék
sér og beið eftir föður sínum.
Oskir Lúters, greifanum til handa, uppfylltust. Góða verkið,
sem Guð hafði byrjað í honum, hélt áfram. Hann, sem verið
hafði eins konar Sál, er ofsótti Drottin, hann varð nú Páll, er
feta tók í fótspor hans.
Eberhard greifi sá trúlega um það, að í þeim hluta landsins,
sem hann réði, var Guðs orð trúlega kennt. Er Lúter í apríl