Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 100
100
NORÐURLJÓSlg
þar hið rétta páska-andrúmsloft. Þannig var það líka, þegar við
komum þangað. Þar voru margir hópar frá mörgum þjóðum.
Þótt hóparnir væru ekki allir saman, heyrðum við söng hvers
annars. Sjálfur hafði ég blessun af því: að vera á þessum stað.
Og ég fann, að „Andi Guðs sveif yfir vötnunum“ og fólkinu
þarna. Eg hóf því upp mína veiku rödd og byrjaði að syngja
sálminn: „Kristur risinn upp nú er“! (Hallelúja:) Heyrðiég, að
einhverjir tóku undir. I garðinum eru mörg falleg blóm og tré
og svo gröf, sem áreiðanlega er með sömu gerð og sú, er Kristur
var lagður í.
Síðan fórum við nokkuð um verslunarhverfi borgarinnar.
Þau eru að vísu ekki mörg. Þar sem við gengum um, voru
göturnar þröngar. Sennilegast er, að þetta hafi verið eldri hluti
borgarinnar. Varla sást þar nema upp í heiðan himininn. Fór
verslunin mest fram utan dyra. Kaupmenn hengdu mikið af
varningi sínum á veggi húsanna. Urðu þeir stundum að ná í hið
hæsta með nokkurs konar krókstjaka. Þábyrjaði verslunin. Var
þjarkað og þrasað mikið. Þeir versla ekki þar á sama hátt og við.
Kaupmennirnir byrja með hátt verð. Þráttað er um verðið um
stund. Ef kaupmaðurinn heldur þá, að kaupandinn ætli að
hætta við að versla, getur verðið á vörunni lækkað mjög)
kannski allt að helmingi. En á meðan þurfti að gá vel að
veskjunum sínum og peningabuddum. Ekki kannski svo mikið
vegna kaupmannanna, heldur vegna vasaþjófa. Það fékk ég að
reyna líka.
Eg var með veski í bakvasa á buxunum mínum. En
samferðafólkið var búið að vara mig við, að ég væri með það
þar. En ég hafði ekki gefið nægan gaum að því. Þá bar svo til eitt
sinn, er ég var á gangi á þröngri götu, að ég sá þrjá strákaslána.
Þeir virtust vera að flj úgast á þar, sem leið mín lá um. Er ég koff>
á móts við þá, hrintu þeir einum á mig. Hann þvældist svo i
kringum mig, að ég komst hvorki áfram eða aftur á bak. En mðr
datt ekki í hug, að þetta væri aðferð þeirra til að ná veskinu nr
vasa mínum. Er ég svo litlu síðar þreifaði eftir veskinu, var það
horfið og strákarnir líka. Erfitt er að segja, þegar svona stendtff
á: Verði ykkur að góðu. En kannski reynir maður að hugsaeins
og Hallgrímur Pétursson: „Þeir, sem óforþént angra mig, óska
ég helst að betri sig, svo hjá þér miskunn mæti“.