Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 27
norðurljósið
27
sambandi við hann, hafði verið spáð fyrirfram. Fimmtán
hundruð árum áður, er Israel fór burt af Egiftalandi, hafði
dauði páskalambsins verið táknmynd hans og upp frá því.
Þegar Jóhannes skírari horfði á hann, þar sem hann var á
gangi, þá segir hann: „Sjá Guðs-lambið, er ber synd
heimsins“. (Sem tekur í burtu synd heimsins. Enskar þýð.)
Blóði páskalambsins, er slátrað var í Egiftalandi, var rjóðrað
á tréð yfir dyrunum og á báða dyrastafma. Það var táknmynd
blóðs Drottins, sem tryggir fyrirgefningu syndanna og
hreinsun þeirra. „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og
réttlátur, og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd“.
(I. Jóh. bréf 1. 9.)
6. KAFLI
Hann er undursamlegur í mcetti sínum.
I krafti sínum að frelsa er hann undursamlegur.
„Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gervöll
endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn
annar“. (Jesaja 45. 22.)
„Komið til mín allir þér, sem erflðið og þunga eruð
blaðnir, og ég mun veita yður hvíld“.
„Komið nú og eigumst lög við, segir Drottinn. Þó að
syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem
mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær
verða sem ull“. (Jesaja 1. 18.)
Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd“. (1. Jóh.
1. 7.)
Ekki var unnt, að blóð nauta og hafra gæti tekið á brott
syndir vorar. En þökk sé Guði, Kristur birtist við enda
aldanna til að afmá synd með fórn sinni, sérhvern díl. Það er
dásamlegur Kristur, er seilst getur ofan í spillingar-pyttinn og
hafið syndarann uppúr foræði syndanna, hreinsað hann með
blóðinu, sem hann úthellti úr æðum sínum. Hann megnar að
ftelsa til fulls alla þá, sem koma til Guðs fyrir milligöngu hans.
Undursamlegur er hann, sem reisir oss upp frá dauðum, svo að