Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 35
norðuri jósið
35
hafi því verið sleppt af ásettu ráði. Skýring þessi styðst við þá
staðreynd, að heilaga nafnið kemur fram á fjórum stöðum í
stafavíxls mynd. (1. 20., 5. 4., 5. 13., 7. 7. Og„Éger“. Í2. Mós.
3. 14. finnst líka í mynd stafavíxls í 7. 5. (Tekið úr: The Chosen
People - Útvalda fólkið) málgagni Gyðingatrúboðsins í
Bandaríkjunum. S.G.J.).
„Sannlega ert þú Guð, sem hylur þig, Israels Guð, frelsari“.
(Jesaja 45. 15.)
Segja má, að þessi orð Jesaja hafi verið uppfyllt á dögum
Esterar.
Hulin hönd getur verið enn að verki, jafnvel á okkar dögum,
í ævi okkar sjálfra. „Hvers vegna kaus Guð þig, Billy?“ spurði
maður dr. Billy Graham. Það er fyrsta spurningin, sem ég
ætla að spyrja, er ég sé hann, var svarið.
Sannkristinn maður
hvernig verður hann hamingjusamur og nytsamlegur?
1. Vertu fullviss um, að þú hafir í raun og veru veitt Jesú
Kristi viðtöku sem frelsara þínum og Drottni lífs þíns. Róm.
10. 9., 10. 1. Jóh. 1. 3., 1. Pét. 1. 23.
2. Efastu ekki um hjálpræði þitt. Höndlaðu þessa gjöf
Guðs - með heimild heilagrar ritningar - sem eilífa eign þína.
Jóh. 10. 27.-29.; 5. 24. 1. Pét. 1. 5., 1. Jóh. 5. 13.
3. Treystu því stöðugt, að Drottinn Jesús lifi í þér. Berstu
ekki við að lifa lífí kristins manns af eigin rammleik. 1. Jóh. 4.
4„ Filippíbr. 4. 13.; 1. Kor. 15. 57.
4. Mættu Drottni daglega, helst fyrst af öllu á morgnana,
01 að hafa um hönd skipulegan biblíulestur og bæn. Sálm. 5.4.,
Sálm. 119. 105., 2. Tím. 2. 15.
5. Veldu þér vini, sem munu hjálpa þér til að vaxa og taka
framförum í hinni kristnu trú. 2. Kor. 6. 14., 3. Mós. 20. 26.,
Sálm. 1. 1.
6. Ef þú veist, að þú hafir syndgað, játaðu það fyrir Drottni
Þegar í stað. Þakkaðu honum fyrirgefningu og gleði í sigrinum.
!■ Jóh. 1. 9., Orðskv. 28. 13., 1. Jóh. 2. 1.