Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 81
norðurljosið
81
drenghnokka. Svo brosti hún og sagði: Ég skal tala við Föður-
inn á himni um þetta. Bíð þú bara, þá muntu fá að sjá, að englar
eru til. En það er sem ég segi þér: þú verður að bíða.
Þá verð ég að bíða, muldraði ég. En innra með mér var rödd,
sem sagði: O, nei, það er enginn Guð til, og þá eru heldur engir
englar til.
Tíminn leið. Ég var fermdur. Því stærri, sem ég varð, því
rneiri varð efinn. Það fór fyrir mér sem mörgum öðrum
nnglingum. Hugsunin um Guð hvarf alveg. Ég hætti að hafa
yfir bænir og hafði engan áhuga á því: að heyra orð Guðs. Ég
fann að öllum, sem eitthvað áttu við kristindóminn að
sýsla. Hræsnari var ég ekki. Ég tjáði mína hugsun, hver sem
hún var, um þetta, þó að ég fyndi, að það særði aðra. Ég var
°rðinn harðsoðinn guðsafneitari og fríhyggjumaður,
sem hló að þeim og hélt þá vera fífl, er trúðu á Guð og annað líf
eftir þetta. Það er undarlegt að hugsa um: að ég fyrirleit það,
sem nú er dýrmætust eign mín. Guð var fær um að umbreyta
heimskingjanum, eins og hann hefur gjört við svo marga aðra.
Hvernig gat slíkt undur gerst? Sá predikari var ekki á
lörðinni, sem sannfært gæti mig. En trúfastur Guð gat gjört
það.
Desemberkvöldið var stjörnubjart. Tunglið var komið upp
fyrir trjátoppana. Það var stórt og blóðrautt og lýsti með
hlindandi birtu yfir ána, Númudalslöginn, sem ég hafði farið
yfir til að sækja póstinn. Pósthúsið var nokkuð langt frá ánni,
hinum megin við hana. Ég ætlaði að renna mér yfir hana á
lsnum með því: að fá á mig nógu mikla ferð fyrst. Ég var ekki
Vltund hræddur, því að ég hafði gengið þvert yfir ísinn stuttri
stundu áður. Ég sá, hve dimmur, sléttur og fínn ísinn var fyrir
fiaman mig.
Ég gekk dálítinn spöl aftur á bak til að geta náð góðum hraða
aður en ég renndi mér fótskriðu eftir ísnum og yfir um ána. Þá
fann ég allt í einu, að þung hönd hvíldi á öxl mér. Oft hafði ég
Verið með eitthvað þungt á herðum mér, en þetta var allt öðru
Vlsi. Það lamaði mig og neyddi mig til að vera grafkyrr.
Hver ert þú? hrópaði ég og leit aftur fyrir mig. En þar var
ekkert lifandi að sjá. Þetta var undarlegt, því að ég fann ennþá
Þyngdina af hendinni á öxl mér. Allt í einu var sem kalt vatn