Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 105
norðurljósið
105
svonefndra Kopta. Aðallega eru þeir í Eþíópíu, en einnig í
Egiftalandi. (Þeir eru afkomendur forn - Egifta, en Arabar búa
nú í Egiftalandi. S.G.J.) Komum við í eina slíka kirkju. Hún
var mjög stór og skrautleg, líkt og gerist í kaþólskum sið.
Myndarlegur, aldraður maður leiðbeindi okkur í kirkjunni.
Við anddyri flestra kirkna, bæði í Egiftalandi og í Israel, var
einhver maður, karl eða kona, munkur eða nunna, sem var að
selja einhverja smáhluti kort eða krossa eða eitthvað þess
háttar. Margir, kannski flestir, keyptu eitthvað af þeim líka í
þakklætisskyni fyrir leiðbeiningu og leyfí til að skoða staðinn.
Eg gaf á mörgum stöðum smárit, (bókmerki) við útganginn.
Gaf ég gamla manninum, sem leiðbeindi okkur, slíkt merki.
Bókmerkið fékk hann stúlku, sem var við dyrnar. Tók hún þá
naerkið og kyssti það. Ekki veit ég, hvort það var vegna
°rðanna, sem á því stóðu. En þau voru á ensku.
Farið frá Egiftalandi.
Við flugum svo frá flugvellinum við Kairó til flugvallarins við
Amman. Með annarri flugvél flugum við til Kaupmannahafn-
ar- Eitthvað af ritunumgaf ég áleiðinni. Eg átti oft hálft í hvoru
hágt með að byrja á því. En eftir á fann ég, að það var gott fyrir
fitína trú. Ég bið þess einnig, að það beri ávöxt hjá þeim, er tóku
við þeim.
Við komum við í Aþenu á leiðinni til Kaupmannahafnar,
eins og þegar við fórum til Jórdaníu. Við vorum eina nótt í
Sistihúsi í Kaupmannahöfn. Það heitir Vestend. Var það,
^innir mig, á Helgolandsgötu 2. Á veggnum stóð: Messíasar-
hótel. Næturgisting kostaði 100 kr. danskar. Mikill og góður
^orgunmatur fylgdi með í verðinu. Ungur, trúaður, íslenskur
maður tók á móti okkur fyrst, þegar við komum til
Kaupmannahafnar. Hann útvegaði okkur þennan góða
Samastað og fylgdi okkur þangað. Fyrir þetta erum við öll
honum þakklát og biðjum Guð að blessa hann.
Eyrir mitt leyti vil ég þakka öllu samferðafólkinu
Umhyggju þess og kærleika til mín og til hvers annars. Ég held,
að það hafi gert eins og leiðsögumaðurinn sagði svo oft: Við
skulum lifa hvert fyrir annað og gæta hvers annars á leiðinni.
Svo þakka ég öllum, sem báðu fyrir mér og þessari ferð.