Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 24
24
NORÐURUÓSIÐ
fyriíheit um og spámenn boðað. Guðræknum, gömlum manni.
Símeon að nafni, hafði verið boðað, að hann mundi ekki deyja
fyrr en hann hafði séð lausnarann.
Fæðing hans var engin venjuleg barnsfæðing. Öldumsaman
hafði hún verið boðuð. Er tíminn var fullnaður, sendi Guð
engil með boðskapinn, að móðir hans skyldi ala son, er getinn
væri með krafti Guðs.
Eg heyri mann efans spyrja: „Ef ung kona nú á dögum segði
þér, að sonur hennar væri eingetinn, mundir þú trúa því?
Já, ef búið væri að segja komu hans fyrir öldum saman,
mundi ég trúa því. Eg mundi trúa því, ef fæðingarstaður hans,
líferni hans og dauði, greftrun hans og upprisa hefðu verið
boðuð mörgum öldum fyrirfram ....
Ef það: að trúa fórnardauða þessa manns á krossinum, getur
látið þjófinn hætta að stela, morðingjann hætta að myrða,
drykkjumanninn hætta að drekka, siðferðislega óhreinan að
syndga ekki framar.
Eg mundi trúa því, ef það er andlegt myrkur, óttaleg synd og
afskapleg fáfræði þar, sem nafn þessa manns er ekki þekkt. En
ljós, friður og framfarir þar, sem nafn hans er kunnugt.
2. KAFLI
Dásamlegur var hann í öllu, sem hann sagði og gerði.
Guðleysingjar, efasemda menn, vantrúarmenn, óvissutrúar-
menn og sanntrúaðir menn - allir eru þeir sammála um það, að
líferni hans hafi verið frábært. Aldrei talaði nokkur maður
eins og hann.
Líferni hans var slíkt, að aldrei gerði hann glappaskot, mælti
aldrei orð, sem hann varð að taka aftur né biðja nokkurrar
afsökunar á því, sem hann sagði eða gerði. Jafnvel bitrustu
óvinir hans, er fylgdu honum eftir nótt og dag, gátu aldrei
fundið nokkurt orð, sem unnt væri að kæra hann fyrir. „Hver
yðar getur sannað á mig synd?“ sagði hann við þá (Jóh. 8. 46.)
Júdas, sá er sveik hann, mælti: „Eg hef drýgt synd, er ég sveik
saklaust blóð“. Maðurinn, er sat á dómstólnum og dæmdi hann
sagði: „Eg fínn enga sök hjá honum“.