Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 67
norðurljósið
67
syngur frammi fyrir mönnum og segir: „Ég hafði syndgað og
gert hið beina bogið, og þó var mér ekki goldið líku líkt. Hann
hefur leyst sálu mína frá því: að fara ofan í gröfina,og líf mitt
gleður sig við ljósið“. (Jobsbók 33. 27., 28.)
Vér skulum koma með allar vorar syndir til hans, hvort sem
þær eru stórar eða smáar í augum manna. Vér skulum ekki
halda áfram, að láta sekt þeirra hvíla á oss. „Sá, sem dylur
yfirsjónir sínar, verður ekki lángefinn, en sá, sem játar þær og
lætur af þeim, mun miskunn hljóta. - Hingað ná orð Simeons . .
Lesari góður, viltu biðja á þessa leið:
„Drottinn Jesús, ég vil koma til þín og fá syndir mínar fyrir-
gefnar. Fyrirgefðu mér þær. Gjörðu það fyrir sakir nafns þíns,
og hreinsaðu mig af öllu ranglæti með blóði þínu úthelltu á
krossinum á Golgata. Hjálpaðu mér til að segja öðrum frá þér.
Styrktu mig til þess með krafti þíns heilaga Anda. Bænheyrðu
mig fyrir sakir nafns þíns. Amen“.
Sundurrifna smáritið
Fyrir mörgum árum stóð stúlka á járnbrautarstöðinni í Maid-
stone. Hún ætlaði að skreppa í stutta ferð með lestinni. Rétt um
leið og lestin var að fara af stað gaf einhver henni smárit. Hún
las, að hún væri syndari, og að Drottinn Jesús væri frelsari
syndara. Henni geðjaðist ekki að því, að hún var minnt á, að
hún væri syndari. Hún reif smáritið í tvennt og fleygði því svo
frá sér. Meðan hún var á leiðinni, fannst henni hljóðið í vélinni
alltaf segja: Synd - synd. Það varð því alvöru þrungnara, sem
það hljómaði lengur í eyrum hennar þetta eina orð synd.
Þetta stóðst hún ekki. Á fyrstu stöð, þar sem lestin stansaði,
hljóp hún út og fór aftur til Maidstone. Þar fann hún báða part-
ana af smáritinu. Þegar hún setti hlutana saman aftur, las hún
með miklum áhuga: „Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa
synduga menn. Hún er nú orðin meira en 80 ára gömul, og enn
olskar hún að segja frá því, hvernig Guð frelsaði hana með
sundur rifnu smáriti. Þýtt úr Sunnudagsskúlin.