Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 144
144
NORÐURLJÓSIÐ
Sögur af
þremur píslarvottum
„Elskart er sterk“. (Ljóðaljóðin 8. 6.)
Sagan byrjar á hjónum, sem voru heilsteyptir guðleysingjar.
Barnið litla, sem Guð hafði gefið þeim, lá nýfætt í vöggunni
sinni. Þá unnu þau eið að því, hvort í sínu lagiogsameiginlega,
að aldrei skyldi ljóshærða telpan heyra vingjarnlegt orð um
Jesúm Krist.
Arin þutu hjá. Yndislega nafnið Jesús, það heyrði vesalings
barnið aldrei nema sem blótsyrði. (Þetta er staðreynd. Sums
staðar erlendis segja menn ‘Jesús!‘ þegar landar mínir mundu
blóta. Þýð.) En forsjá Guðs er undraverð. Hann sá um það, að
dag nokkurn kom hún þar, sem verið var með biblíu-námsflokk
barna. Söngurinn dró hana þangað. Hún nam staðar við dyrnar
og hlustaði. Þar voru sungnir með áhuga söngvar og kórar.
Trúboðskona tók eftir henni. Vingjamlega bauð hún henni
inn. Er úti var þessi látlausa samkoma, lét hún telpuna verða
eftir til að segja henni betur frá Honum sem hún þekkti ekki.
Tárin voru stór og tær sem krystall, er runnu hægt og
hljóðlega niður vanga litlu telpunnar, er konan sagði fögru,
indælu, gömlu söguna um krossinn og af samúð Krists i
sambandi við hann. Um hinn mikla kærleika hans, hann hafði
hún aldrei heyrt áður. Dásamlega hljómaði sagan, bæði í eyrum
hennar og hjarta! Foreldrar hennar voru bæði drukkin heima.
En dýrmæta, elskulega telpan þeirra tók á meðan á móti Jesú
sem frelsara sínum og Drottni.
Hún gat ekki komist heim nógu fljótt. Svo fús var hún og
áköf að geta sagt foreldrum sínum, hve góðar fréttir hún g*11
fært þeim, þessar um frelsarann, sem elskaði alla og var rétt
nýbúinn að frelsa hana! Hún gerði ráð fyrir, að þau mundu
ekkert vita um hann . . .
Er hún var loksins komin heim, þaut hún inn í eldhúsið-
Foreldrar hennar voru þar að drykkju. Hún sagði þeim, hvað
hafði gjörst og bað þau að láta Jesúm koma inn í hjörtu sín líka*