Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 137
NORÐURLJÓSIÐ
137
„Nálgast óðum neyðartíð“
Ljóðlína þessi úr kvæðinu hér á eftir, hún fmnst mér eiga best
við þá tíma, er fara senn í hönd, þegar líður að því, að Drottinn
vor, Jesús Kristur, annað sinn birtist . . . til hjálpræðis -
frelsunar - (ensk þýðing) - þeim, er hans bíða“ (Hebreabr. 9.
28.)
Stórkostleg leiksýning er að hefjast. Leikendurnir eru að
koma sér fyrir á leiksviðinu. Hvað á að sýna? Algera tortíming
heilllar þjóðar - ísraels.
Hvers vegna á að tortíma Israel? Af því að saga hans minnir á
persónu, sem leikendurnir vilja ekki viðurkenna, að sé til. Sú
persóna er GUÐ.
Sá konungur, sem Guð hefur fyrirhugað sem konung yfir
allri jörðinni, er sonur hans, Drottinn vor Jesús Kristur.
Spádómarnir sýna, að fram á móti honum teflir Satan manni,
sem nefndur er Andkristur. Hann rís upp gegn öllu því, sem
heitir Guð eða helgur dómur, segir ritningin.
Opinberunarbókin segir frá dýri, sem stígur upp úr hafinu
(13. 1.) Það hafði sjö höfuð og tíu horn. Höfuðin tákna þær sjö
tegundir stjórnarfars, sem eru nú í heiminum: I.) Engin
sameiginleg stjórn yfir ættkvíslum íbúalandsins,t.d. Indíánar.
2. ) Lög um dauðarefsingu fyrir morð. (1. Mósebók, 9. kafli, 5.
°g 6. grein) Dauðarefsing var tekin upp eftir Flóðið mikla. .
3. ) Lögmálið, er Guð gaf Israel, sem er grundvöllur siðferðis-
mcnningar margra þjóða, þótt fráfall mikið eigi sér stað. 4.) Þá
et konungsstjórn með ráðgjöfum, eins og segir frá í Esterarbók.
5-) Keisarastjórn, eða einræðisherra sem getur sent þingmenn
heim, sbr. Hitler. 6.) Þingbundin konungsstjórn, er konungur
verður að lúta vilja þingsins. 7.) Lýðveldi með forseta, sem lítil
ahrif hefur á gang málefna ríkisins.
Drottinn væg þú dæmdum líð,
Dreyfðum meðal allra þjóða.