Lögberg


Lögberg - 19.12.1946, Qupperneq 30

Lögberg - 19.12.1946, Qupperneq 30
30 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER, 1946 |1----'--------------- Margrét Werner Þegar hann var búinn að festa þenn- an dýrgrip um háls hennar, virti hann hana fyrir sér og sagði: “Alt, sem er fallegt fer þér vel, Beatrice! Þú varst fædd til að verða drotning — hver er svo eg, að eg skyldi vinna ást þína? Segðu mér aftur að þú elskir mig; eg verð aldrei þreyttur á að heyra það.” Hún sagði honum það sem hann bað hana um að segja. Hann laut ofan að henni og kysti hendur hennar og hina litlu hárlokka, sem vindurinn þyrlaði til, sem höfðu sloppið undan hárbindi hennar. “Þegar tréu verða græn aftur og indæla vorið kemur,” sagði hann, “verð- urðu konan mín, Beatrice — lafði Mark- ham af Elkhorn. Mér þykir vænt um nafn mitt og titil, þegar eg hugsa um að þú eigir það sameiginlega með mér. Þú skalt verða hin hamingjusamasta lafði Markham, sem nokkurntíma hefir lif- að—hin sælasta brúður og og hamingju- samasta kona undir sólinni. Þú skilur þetta hálsmen aldrei við þig.” “Nei,” svaraði hún — “aldrei; eg skal altaf bera það.” Þau sátu þarna lengi. meðan Lilian lá með blæðandi hjartasorg yfir því, að verða fyrir þessari miklu ógæfu. Hún lá eins og fölnuð rós og vissi ekki að faðir sinn, fyrir löngu síðan, í æsku léttlyndi sínu og hugsunarleysi hafði gabbað og óhlýðnast föður sínum, og gift sig á móti vilja hans og vitund. Hún vissi ekki hvernig slitnaði upp úr þeirra óhamingjusama hjónabandi, fyr- ír stórlæti, óstillingu og afbrýði, svo þau skildu samvistir — hinn stórláti, særði maður braut öll þau bönd, sem áttu að binda hann við heimilið og dætur hans, — hin tortryggna, yfirgefna kona dró sig út úr og lifði einangruðu lífi, með biturleik í hug s(num og hjarta. Þau vanræktu bæði börnin sín. Hún vissi að systir sín hafði breytt óhyggilega, hún vissi nú um það sem hún hafði gert, og þær hörmungar og sorg, sem leiddu af gáleysi Beatrice. Nú varð hún að líða mest fyrir það, þó hún væri með öllu saklaus. Hún fyltist engri hugaræsingu, hún var eins og blómin, sem beygja sig fyrir storminum, þó þau geri það nauð- ug. Þannig var með hana, hún gat ekki annað en tekið á sig byrðina og sársauk- ann af gjörðum systur sinnar, hversu óljúft sem henni var það. Lilian lá sem máttvana eftir þetta stóra áfall, meðan elskhugi hennar fór burt, með þá ákvörðun í huga að komast sem lengst burt frá þeirri stúlku, sem hann elskaði ekki framar, en gat ekki gleymt. 39. Kafli. * Fimtudagskvöldið kom og klukkan í samkvæmissalnum var þrjú kortér til tíu. Cuming lávarður sat við borð og las; lafði Edith hafði skilið við Lilian sofandi og fengið sér bók að lesa. Jarl- inn hafði sýnt Beatrice uppdrátt af nýju byggingunni á herragarðinum. Hún leit skyndilega upp og sá að klukkan var að verða nærri því tíu, og hún vissi að Hankins yrði við hliðið að trjálundin- um á slaginu klukkan tíu, svo hún mátti engan tíma missa. Hún stóð upp og sagðist vera þreytt; og gekk til föður síns og bauð honum góða nótt. Hann mintist þess síðar hvernig hann virti fyrir sér hið fríða andlit hennar, og hvíslaði með mikilli ánægju eitthvað um lafði Markham af Elkhorn. Hann mintist hvernig hún, sem ekki var vön að láta í ljósi mikinn innilegleik, hafði lagt hendi sína á herðar honum, tekið um hálsinn á honum og kyst hann og kallað hann “elsku pabba.” Hann mintist einnig hins viðkvæma glampa í augum hennar, hins milda málróms, sem honum virtist hann ávalt heyra. En hann hafði enga hugmynd um, og enginn sagði honum, að þetta elsku barn hans, sem honum þótti svo vænt um, væri í dauðans hættu. vemdað hana með sínum sterku örm- Ef hann hefði vitað: að hann gæti um. Að skilnaði sagði hún fáein gaman- yrði við hann, svo þaut hún sem skjót- ast upp til herbergja sinna. Bara ef hann hefði vitað, hvemig og hvar hann mundi sjá þetta andlit aftur! Beatrice fór til lafði Edith, sem brosti án þess að líta af bókinni, sem hún var að lesa. Beatrice laut ofan að henni og kysti hana á kinnina. “Góða nótt, amma,” sagði hún. “Hvað þú ert niðursokkin í það, sem þú ert að lesa!” “Góða nótt og guð blessi þig, barn,” sagði lafði Edith. “Þú hefir skilið mig eftir til síðast,” sagði Markham jarl. “Góða nótt, elsku Beatrice mín. Gefðu mér kos’s, kærðu þig ekki um pabba þinn, hann sér það ekki.” Hún lyfti höfðinu og kysti hann. Hann snerti á kapselinu. “Þú skilur það aldrei við þig,” sagði hann, og hún brosti og svaraði: “Nei, aldrei!” Svo fór hún, án þess nokkur hefði hinn minsta grun um það sorgarský, sem hékk yfir henni. Hún brosti einnig, er hún kom upp í herbergi sitt. Aðeins stutt stund — aðeins ein þraut — sagði hún í huga*sínum; þá yrði hún frjáls og gæti notið hamingju sinnar í fylsta mæli. Hve mikið Herbert elskaði hana — hve óendanlega sæl hún yrði, þegar Hankins væri búinn að gefa henni eftir loforð sitt! Og hún var alveg viss um, að hann mundi gera það. “Eg þarfnast ekki meira í kvöld,” sagði hún við herbergisstúlkuna sína, “og vektu mig ekki í fyrramálið; eg er þreytt.” Hurðin að herbergi Lilian var ólæst, svo hún gekk inn. Það vai*ljós á nátt- lampa, undir stórum kufli, og blæjurnar voru dregnar fyrir gluggana, svo tungls- geislarnir skinu ekki inn. Hún gekk hægt að rúminu, þar sem systir hennar lá. Vesalings milda og elskulega Lilian! Hið föla og sorgmædda andlit, með þreytulegan alvörusvip, sneri upp að veggnum. Það voru tár á augnahvörm- um hennar, og í gegnum svefninn heyrð- ust veikar stunur, og varir hennar titr- uðu. Sorg og kvíði var uppmálað á þessu fríða andliti. “Eg skal bráðlega bæta úr þessu fyrir hana,” sagði Beatrice og virti lengi og alvarlega fyrir sér hina sofandi syst- ur sína. “Innan fárra vikna skal hún verða sælli en hún hefir nokkurntíma verið. Eg skal fá Mr. Dare til að falla á kné fyrir henni og biðja hana fyrirgefn- ingar.” Hún fór út, og Lilian vissi ekkert um að systir hennar hafði kvatt hana með svo kærleiksríkum hugsunum. Beatrice lagði yfir sig hlýtt sjal; hún setti það yfir höfuð sér, og huldi með því helminginn af andlitinu. Svo gekk hún hljóðlaust ofan stigann, sem lá að blómagarðinum. Kvöldið var milt og fagurt og glaða- tunglsljós. Hún hafði ekki veitt sínu skrautbúna iierbergi hina minstu at- hygli, ekki einu sinni litið á hið fína legu- rúm sitt, þar sem hún hafði nú getað lagst til hvíldar, í staðinn fyrir að stel- ast út. Er hún kom út. leit hún upp til herbergis ömmu sinnar og Markhams jarls; það logaði Ijós í báðum herbergj- unum. Hún hrökk við, það fór kaldur hrollur gegnum hana; hvað mundi hann hugsa ef hann sæi til hennar.” Hún fyrirvarð sig að stelast út, og það á þessum tíma; hún skammaðist sín fyrir það, sem hún ætlaði að gera; en hugsunin um kærastann sinn stælti taugar hennar. Látum þetta kvöld vera búið, og fram undan blasir við friður og hamingja. Kvöldgolan blés á milli trjánna; það skrjáfaði í föllnu laufinu og berum greinunum. Hún gekk rakleitt í gegn- um garðinn og að hliðinu við trjálund- inn. Hann heyrði ekki hennar léttá fótatak fyrir golunni. Hún gekk beint til hans og snerti við handlegg hans. “Alfred, eg er hérna,” sagði hún. Áður en hún gat komið í veg fyrir það, lá hann á hnjánum fyrir fótum hennar, hann greip hendur hennar og kysti þær af miklum ákafa, og vætti þær með tárum. “Ó, mín elskaða,” sagði hann, “mín eigin Beatrice, eg vissi að þú mundir koma!” Hann stóð upp, og áður en hún gat komið í veg fyrir það, tók hann sjalið af henni og lyfti höfði hennar, svo tunglið skein á andlit hennar. “Mig hefir hungrað og þyrst eftir að sjá þetta andlit aftur,” sagði hann. “Nú skal eg altaf sjá það — það skal aldrei hér eftir skilja við mig. Líttu á mig, Beatrice, lofaðu mér aftur að sjá þín skæru augu,” sagði hann. En tillit henn- ar lýsti einungis hræðslu og kulda; en í sinni takmarkalausu hrifningu veitti hann því ekki eftirtekt. “Eg á ekki orð til að lýsa því hvað eg hefi þráð þessa stund að sjá þig aftur,” sagði hann. “Eg hefi hugsað mér endurfundi okkar, í vöku og draumi, svo oft sem ekki verður talið. þó var enginn slíkur draumur svo hrífandi sem virki- leikinn. Það hefir enginn maður í öll- um heimi elskað af hreinni og einlægari hug en eg elska þig, Beatrice.” Hún stóð alveg hreyfingarlaus. “Tal- aðu við mig,” sagði hann loksins. “Hvað kuldalega þú hlustar á mig, Beatrice; það er hvorki ást né fögnuður í andliti þínu. Segðu að þú sért glöð að sjá mig — segðu mér, að þú hafir hugsað um mig, munað mig. Talaðu — láttu mig heyra málróm þinn.” “Alfred,” sagði hún vingjarnlega og dró hendur sínar úr höndum hans, “Þetta er alt tómur misskilningur. Þú hefir ekki gefið mér tækifæri til að tala. Eg er glöð að sjá þig heilan á húfi, eg er glöð að þú hefir komist slysalaust út úr ollum hættum á hinni löngu sjóferð; en — eg get ekki sagt meira. Eg — elska þig ekki, eins og þú elskar mig.” Hann hengdi niður henduvnar, og sneri sér frá henni í örvæntingu. “Þú verður að vera sanngjarn,” sagði hún með hluttekningu í sínum hljóm- fagra málró. “Eg var þó ekki annað en dreymandi, saklaust og fáfrótt barn, þegar eg mætti þér. Eg hugsaði ekki um ást. Þú talaðir þannig við mig, eins og enginn hafði gert áður — að hlusta á þig var eins og að lesa æsandi skáld- sögu, sem fylti hug minn rómantísk- um grillum; það var engin ást til þín í huga mínum.” “En”, sagði hann í klökkum róm, “þú lofaðist til að verða konan mín.” “Eg m/n það,” svaraði hún. “Eg neita því ekki. En eg vissi ekki hvað eg sagði. Eg talaði án þess að hugsa. Eg hafði ekki meiri skilning á því hvað orðin meintu, en eg hefi á því hvað vind- urinn segir.” Hann stundi þungan, og hún varð alveg hissa á þeim örvæntingarsvip, sem kom á andlit hans. “Þetta er þá alt endurgjaldið fyrir það, sem eg hefi lagt á mig til að koma hingað aftur á þeim tíma, sem eg lof- aði!” sagði hann. “Eg hefi komist gegnum ótal hætt- ur og sloppið hamingjusamlega frá öll- um hafsins ógnum, til nú, að verða sundurmarinn með köldum og miskunn- arlausum orðum, af munni þeirrar stúlku, sem eg elskaði og treysti.” Og hann sneri sér frá henni, hrygg- ur í huga. “Nei, Alfred, hættu að telja þér harmatölur,” sagði hún í mildum róm, “eg hefi orðið að líða mikið fyrir þig.” “Er þér þá sama um sorg mína og sársauka?” sagði hann. “Eg kom hing- að í kvöld, með brennandi ást og fögnuð í hjarta mínu; mér fanst eg drukkinn af hamingju. Þú hefir drepið mig, Bea- trice Cuming, eins áreiðanlega eins og nokkur maður hefir nokkurntíma verið drepinn. I fjarlægð á milli trjánna, sá hún ljósið í herbergisglugga kærastans síns. Það greip hana hræðsla — það var eins og hún héldi að hann sæi sig. “Við skulum ganga svolítið, eg vil ekki standa hér,” sagði hún. Þau gengu gegnum trjálundinn, gegnum listigarðinn, þar sem daggar- droparnir láu á grasinu, gegnum hin löngu kastaníu-trjágong, þar sem vind- urinn ískraði svo ömurlega í trjánum, og þaðan niður að stöðuvatninu, þar sem hið háa sefgras sveigðist fram og aftur fyrir vindinum, og tunglsljósið glamp- aði á vatninu. Hankins hafði ekki sagt neitt við hana, á þessari leið, þar til hann sneri að henni og hún sá að hann var í mikilli æsingu. Þá sagði hann: “Þú sórst mér að þú skyldir halda loforð þitt. Þú sagðir að þú vildir verða konan mín. Enginn annar maður má voga sér að tala ásta- mál við þig,” sagði hann hátt, og tók um handlegg hennar. “Fyrir guði og mönn- um, ert þú mín, Beatrice!” “Það er eg ekki,” svaraði hún ein- beitt, “og vil aldrei verða það. Enginn maður vildi né gæti notfært sér loforð grunnhyggins barns.” “Eg ætla þá að leggja þetta mál fyrir Cuming lávarð,” sagði hann. — “Eg krefst hans úrskurðar í þessu máli.” “Það geturðu gert,” svaraði hún, og þó hann vilji aldrei framar sjá mig, þá samt sem áður verndar hann mig fyrir þér.” Hún sá reiðiglampann í augum hans og heyrði hans þunga andardrátt, og henni varð það ljóst, að það gæti verið hættulegt að deila við hann. Hún lagði hendi sína á handlegg hans, og hann nötraði við þá snertingu. “Alfred,” sagði hún, “vertu ekki svona reiður. Þú ert hraustur, hugaður maður; eg veit að þú hefir aldrei hopað undan neinni hættu. Hraustir og hug- aðir menn eru ávalt eðallyndir, dásam- legir; taktu nú eftir því sem eg ætla að segja. Hugsaðu, að þú gætir með valdi þvingað mig til að giftast þér; hvaða á- nægja gæti það orðið fyrir þig? Mér mundi aldrei þykja vænt um þig, því máttu trúa. Eg hefði andstygð og við- bjóð á þér og myndi strjúka frá þér áður en þú hefðir gjörspilt lffi mínu — eg vildi aldrei sjá þig. Hvað mundir þú vinna með því að þvinga mig til að halda mitt fávíslega loforð?” Hann svaraði þessu ekki. Vindurinn sveiflaði sefinu til og vatnið skvampaði við bakkann. “Eg treysti göfuglyndi þínu og karakter,” sagði hún. “Leystu mig frá þessu loforði, sem eg gaf þér sem hugs- unarlaus unglingur. Eg áfrýja til þeirrar ástar, sem þú berð til mín, — leystu mig frá loforðinu, svo eg geti orðið ham- ingjusöm.” “Ást þeirra, sem elska af einlægni,” hélt.hún áfram, er hann svaraði henni engu, “er aldrei sjálfselsk. Ef eg elskaði einhvern eins mikið og þú elskar mig, gæfi eg minna fyrir mína eigin vellíð- an; eg mundi ekki hugsa vitund um mína eigin hamingju. Ef þú elskar mig, Al- fred, þá gefðu mig frjálsa.” “Hvers vegna?” spurði hann, og þrýsti handlegg hennar. “Ekki vegna peninga,” svaraði hún einarðlega: “ekki vegna þess að faðir minn er ríkur, heimili mitt skrautlegt, eða vegna þess að þú stendur lægra í mannfélaginu en eg — nei, ekki vegna slíks, en vegna þess að eg elska þig ekki. Eg hefi aldrei elskað þig, eins og stúlka á að elska þann mann, sem hún giftist.” “Þú ert býsna ákveðin,” sagði hann í bitrum róm. “Segðu mér; er það ein- hver sem þú elskar þannig?” “Það kemur ekki þessu máli við,” svaraði hún af þjósti; “eg er að tala um þig og mig. Alfred, ef þú vilt gefa mér eftir loforð mitt — ef þú vilt gleyma hinu fávíslega loforði einfalds unglings — þá skal eg virða þig alla æfi mína. Eg skal blessa þig á hverjum degi, nafn þitt skal vera ritað á hjarta mitt, og mér skal ávalt vera það gleði að minnast þín. Þú skalt vera vinur minn, og eg skal vera vinur þinn.” “Beatrice,” sagði hann, freistaðu mín ekki!” “Já, hugsaðu þig ofurlítið betur um,” sagði hún — eg vil einungis tala svo um fyrir þér, að þú verðir eðallyndari og göfugri! Sjáðu til, Alfred, eg hefi aldrei beðið neinn mann um nokkuð — en nú bið eg þig. Eg skyldi gjarnan falla að fótum þér og grátbæna þig um að gefa mér eftir loforð mitt. Eg meinti aldrei að gefa þér það.” Orð hennar snertu hann. Hún sá bregða fyrir mildari svip á andliti hans. “Alfred,” sagði hún í mildum og vin- gjarnlegum málróm; “eg, Beatrice Cuming, bið þig, sökum þess kærleika sem þú berð til mín, að gefa eftir alt tilkall til mín, og láta mig í friði.” “Lofaðu mér að hugsa mig um það,” sagði hann — gefðu mér fimm mínútna umhugsunartíma. Enginn maður mundi, án umhugsunar sleppa úr hendi sér slík- um dýrgrip. Lofaðu mér að hugsa um hverju eg tapa með því að sleppa öllu tilkalli til þín.” 40. Kafli. Þau stóðu þar stundarkorn. án þess að segja eitt einasta orð; svo gengu þau ofan að vatninu. Öldurnar skvömp- uðu við snarbrattan vatnsbakkann, í allslags litbreytingum í mánaskininu, og meðan Hankins stóð hreyfingarlaus í djúpum hugsunum, starði Beatrice ofan í vatnið. Hún var að hugsa um hve nærri hún var að sigra, eftir fáar mín- útur, hugsaði hún, mundi hann segja henni að hann gæfi henni eftir loforð sitt. Það var sjáanlega meiri ró á and- liti hans og svip. Hún mundi skilja við hann með innilegu þakklæti í huga sín- um til hans. Hve vært og rólega hún gæti nú sofið er hún kæmi heim! Þegar hún sæi kærastan sinn morguninn eftir, væri allur hennar kvíði og sorg horfin. Hjarta hennar sló örara meðan þessar hugsanir fóru gegnum huga hennar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.