Sunnanfari - 01.01.1898, Side 2
2
lönd, hvert á stærð við ísland. Og þó er Canada
stærri.
Hér og hvar um alt þetta landflæmi eru landar
okkar í Yestrheimi dreifðir. Þeir eru austr við
Atlantshaf; þeir eru í miðju landi, hæði í Cauada
og Bandarikjunum; þeir eru vestr í Klettafjöllum
og vestr við Kyrrahaf norðarlega og sunnarlega.
Þeir eru enda vestr í Alaska og vestr 4 Saudvíkr-
eyjum.
Af þessu gefr nú að skilja, að landar vestra lifa
undir mjög ólíkum lífsskilyrðum. Auk þessa lifa
surair þeirra sveitalífi, aðrir eru í stærri og minui
bæjum eða borgum.
Alt þetta gerir vel skiljanlegt, aðalls eigi sé auðið
að gefa neitt fáort og þó fullnægjandi svar þeirri
spurning, hvernig löndum þar vestra líði alment.
'ni
Alt um það getr ófullkomið svar verið hetra en
ekkert svar, ef leitazt er við að hafa það svar sann-
ort og hlutdrægnislaust það sem það nær.
Og þetta vil óg reyna að gera, að segja yðrþað
sein ég veit sannast og réttast. Tilgangr minn er:
að lýsa, en hvorki að gylla né níða.
Það er mikill munr á þvi, hvort menn búa í
sveit eða hæ. Sveit.alífið er bæjalífinu næsta ólíkt.
Svo ég minnist þá fyrst á syeitalífið, þá tek ég
helzt tillit til nýhygða þeirra eða nýlendna, sem Is-
lendingar hafa stofnað á ýmsum stöðum; þar búa
margir tslendingar í sömu sveit eða sveitum; í
einni eða svo eru tómir Islendingar, en í flestum
þessum nýlendum búa þeir innan um menn af öðr-
um þjóðernum. Sumstaðar eru þeir fjölmennasta
þjóðerni í bygðiuui.
Eins og gefr að skilja, er mikill munr á því,
hvort bygðirnar eru tiltölulega nýjar eða orðnar
nokkuð margra ára gamlar.
Eyrstu íslenzkar nýlendur, sem stofnaðar vóru
vestra, vóru í Nova Scotia og í Ontario í Canada.
Þær liðu undir lok við það, að þeir íslendingar,
sem þar settust að, fluttu sig þaðan burt aftr, suin-
ir til Bandaríkjanna, en flestir til Nýja-íslands.
En Nýja-ísland er elzt þeirra íslenzku nýlendna, sein
enn eru við lýði í Ameríku. Það liggr á vestr-
strönd Wiuuipeg-vatns, frá suðri til norðrs frain
með vatninu, og nyrzt upp með Islendingafljóti vestr
frá vatninu. Lengd bygðarinnur ætla ég að sé
fram undir 60 mílur enskar, eí' ég man rétt, en
verá má að ég ofhermi þar nokkuð. Mestöll hygð-
in er eins jarðnæðis hreidd að eins frá vatni, þ. e.
jaðarinn fram með vatninu er að mestu bygðr, en
serhver jörð liggr að vatninu fram. Að eins örfá-
ar jarðir eru bygðar þar, sem eigi uá að vatni, og
liggja þær þá hak við jarðir, sem ná að ströndinni.
Bygðin fram með fslendingafljóti er þó undantekn-
ing frá þessu. Tvær bygðar eyjar heyra Nýja-ís-
landi til: Engey og Mikley. Iu fyrri er eitt býli
eins manns eign, en í Mikley eru allmargir búendr
og er hún þó ekki öll bygð. Land er í N.-ísl[
skógi vaxið og votlent; sökkvandi foröð og mýrar
víða, þá er skógrinn er ruddr.
Aðal-atvinnuvegir Ný-Islendinga eru griparækt
og fiskiveiðar. Menn hafa þar dálítið af kindum,
og talsvert af nautgripum. Hafa þeir gripi til frá-
lags og selja auk þess burt frá sér nautgripi og
ket. Sömuleiðis smér og nokkuð af ull. Ostagerð
hygg ég þar sé engin utan til heimilisþarfa. Með
framtíðinni gæti ég hugsað, að þar gæti komizt upp
talsverð smérgerð og ostagerð til verzlunarvarnings.
Eisk veiða menn bæði til heimilisþarfa og til verzl-
unarvarnings. Kattfiskr og st.yrja er mest notað
heima fyrir, en hvítfiskrinn er jafnframt verzlunar-
vara, auk þess sem heima er neytt af honum. Mest
kveðr að vetrarveiðinni; er þá fiskrinn veiddr upp
um ís, og er það ekki hlýkustarf, er menn liggja
við veiðar úti á vatni dögum saman langt frá heim-
ilum sínuin. Hafa menn tjöld á vatninu, og má
hafa litla ofna úr járnplötum í tjöldunum, og gerir
það vosbúðina hærilegri. Aflann kaupa kaupmenn,
mest þeir bræðr Stefán og Jóhannes Sigurðssynir,
stakir dugnaðar-menn og ráðdeildar-menn. Þeir
senda svo fiskinn til Selkirk; er hann fluttr á sleð-
um eftir ísnum á vatninu og síðan upp eftir Rauðá;
er uxurn beitt. fyrir sleðana, og er það atvinna £ýr-
ir marga meun að aka fiskinum þannig til markað-
ar. I Selkirk er fiskrinn settr í járnbrautarvagna,
og lagðr í ís, og sendr svo suðr til Bandaríkja, til
Detroit, til Chicago eða hvað auuað þangað sem
markaðr er fyrir hann.
Nógir eru skógar í N.-ísl. og gæti verið það-
an talsverð timbrsala, ef auðvelt væri að koma
timbrinn þaðan til markaðar. En því er nú ekki
að heilsa. Kornyrkja er lítil sem engin í nýlend-
unni, en má vera að hún eigi framtíð fyrir sér; þó
mun það nokkuð tvísýnt, hvort landið er lagað til
komyrkju, nema ef t.il vill til heimilisþarfa.
Þegar ég kom. síðast til Nýja-íslands fyrir
nokkrum árum, var þar til eiu einasta sláttuvél (á
Grimli). Anuars hjökkuðu allir þar grasið með orfi
og ljá upp á islenzku.
Nýja-Island er íslenzkast. að brag af öllum ný-