Sunnanfari - 01.01.1898, Síða 4
4
verkið aftr; þá eru „ekki meiri peningar til“. Og
svo hvílist alt næstu þrjú árin.
Alt um það, þá smáþokar vegagerð á fram, svo
að eftir eiun áiatug til eða tvo er ekkert ókugs-
andi, að það verði ekki brýnn lífsháski fyrir menn
og skepnur að komast landveg eftir nýlendunni.
En af því að öll býli liggja á vatnsbakkanum, þá
verðr vatnið líklega lengst um greiðasti samgöngu-
vegrinn. En þó að vegir yrðu nú lagðir um alla
nýlenduna, þá væri þó í þvi ekki svo mikil bót,
sem margr kann að hugsa í fyrsta bragði, alt svo
lengi, sem enginn samgönguvegr kemr milli nýlend-
unnar og annara mannabygða. Einu samgöngurn-
ar nú eru þar annaðhvort á hjarni, eða þá á vatninu
og upp eftir Rauðá til Yestr-Selkirk. Lengra upp
eftir er Rauðá ekki skipgeng nú, því að milli Sel-
kirk og Winnipeg eru í henni grunnar flúðir á ein-
um stað, svo nefndir „strengir11', er gufúbátar kom-
ast nú ekki yfir. En fyrir ofan þá er áin aftr skip-
geng upp fyrir Winnipeg, og gæti með lítilli við-
gerð orðið skipgeng suðr í Bandaríki. Bandarikja-
menn hafa gert svo vel við þann hlut hennar, sem
er þeirra megin við landamærin, að þar er áin
skipgeng alt suðr að Grand Eorks í Norðr-Dakota-
En það eru „strengirnir“, sem dýrt er talið að gera
við. Meðan íhalds-stjórnin sat við völd í Canada
(en henni heyrir það til að gera vatnsvegi), þá not-
aði hún strengina nokkuð áþekt, eins og Green-
way’s-stjórnin notaði vegleysurnar í Nýja-Islandi —
íýrir kosninga-agn. Hvert sinn, sem almennar
Canada-veldis-kosningar áttu fram að fara, fór stjórn-
in að lofa fylkisbúum viðgerð á strengjunum; stund-
um lét hún enda skoða þá og gera áætlun urn
kostnaðinn. En þegar kosningar vóru um garð
gengnar, varð jafuan sú niðurstaðan, að kostnaðr-
inn yrði svo mikill, að það hlyti að bíða að sinni,
að þetta yrði gert.
Dað hefir margr sagt oft og einatt, að Sig-
tryggi Jónassyni hafi verið mislagðar hendr, er
hann leiddi þá Islendinga, er fyrstir námu land að
hans tilvísun í Manitoba, norðr gegn um sum in
frjósömustu og beztu lönd og fram hjá Winnipeg,
sem þá var reyndar engin til (að eins fáment þorp
umhverfis Garry-vígið), og norðr í óbygðirnar vest,-
an við Winnipeg vatn, langt frá öllum mannabygð-
um og líklegum mannavegum, á lélegan jarðveg í
eyðiskógum. Það verðr og ekki varið, að ekki var
landvalið hyggilegt. En ekki er þó nema réttlátt
að geta þess, að ýmislegt var hér til afsökunar.
Engisprettu-plága, sem síðan hefir aldrei vart við
orðið, hafði einmitt á þessum tímum gertfeikna-tjón
víða um Bandaríkin og norðr Rauðárdal, og eytt
gróðri norðr undir vatn þetta ár, en ekki lengra
norðr. Mennirnir, sem völdu nýlendustæðið, höfðu,
eins og allir aðrir íslendingar, enga þekking á jarð-
veginum eða skilyrðum fyrir korntegunda-gróðri.
Fiskiveiðar og veiðiskapr vóru og aðdAttarafl fyrir
allslausa landnámsmenn. Og þó að bæði þeir og
aðrir geti séð það nú á eftir, að landvalið hafi ver-
ið óheppilegt, er úr svo miklu var að velja, þá er
engin ástæða t-il að fella neitt ámæli á þá íýrir val
það, er þeir gerðu. Deir hafa gert það eftir þvi,
sem þeir höfðu þá bezt vit og þekkingu til.
Aðr en ég skil við Nýja-Ísland, skal ég geta
þess, að þeir bræðr Sigurðarsynir í Breiðuvík í
Nýja-Íslandi hafa nú nýtt og vandað gufuskiþ í
förum i sumar, sem þeir hafa látið gera í vetr.
Allmargir Ný-íslendingar hafa atvinnu við fiski-
veiðar á gui’uskipuin innleudra manna á sumrin, og
allmargir ungir menn fara á sumrin í kaupavinnu
til annara sveita og til Winnipeg.
Nýja-ísland hefir átt ýmsum óhöppum að mæta,
en hefir lifað þau öll af sér. Dannig var um bólu-
sóttina, sem drap talsverðan hlut nýleudumanna
(fjórðung til þriðjung af mörgum fjölskyldum, og
enda meira en það, hefi ég heyrt); þá var vatns-
flóðið mikla, eða vöxtrinn í Winnipeg vatni, svo
það flóði á land og eyddi víða mannvirki og bú-
staði*; loks var trúarbragða-deilan milli séra Jóns
| og séra Páls, er sundraði nýlendumönnum í tvo
hatrsflokka. Allar þessar landplágur hnettu ný-
lendunni mjög; fólkið flýði bnrt, og margir hugðu,
bygðin mundi eyðast; verst var, ef til vill, hvað
flóðið dróg úr mörgum þeim, sem eftir vóru, trúna
á framtíð nýlendunnar. En þetta hefir alt breyzt
til batnaðar siðau.
Erá Nýja-íslandi sný ég mér næst til Minne-
sota-nýlendunnar, sem er nærri því eins gömul og
Nýja-Íslands bygðin. Fáir einir landar (2—3 fjöl-
skyldur?) komu þangað fyrst frá Wisocnsin um sama
leyti sem Nýja-ísland bygðist. En 1879 fluttust
allmargir austfirðingar til Minnesota; seldi ég þeim
farbréf sem útflutningastjóri, og hvatti ég menn til
að leita heldr nýlenduvistar í Minnesota, en í Nýja-
íslandi, og hefir mér verið ánægja að vita síðan,
*) Fyrr meir var miklu meira vatnsmegin i öllum
ám og vötnum um norðrhlut Norðr-Ameriku, en nú.
Þá er landar komu fyrst vestr, var Rauðá skipgeng yfir
strengina t. d. Landið er að hækka, en vatnið að
þverra, og það æði-ótt.