Sunnanfari - 01.01.1898, Síða 6

Sunnanfari - 01.01.1898, Síða 6
6 azt búskaprinn og hafa stöku menn flosnað upp eða j flutt burt. En nú líðr fólki þar yfirleitt heldr vel, þótt velmegun sé liklega ekki eins almenn þar eins og í Minnesota-nýlendunni. Einstakir menn eru þar innan um mjög vel efnum búuir. Aðalatvinnuvegr bænda er hér hveitiræktin, og undir henni er vellíðun bænda því eingöngu komin að kalla. Hveitilönd eru hér mörg góð, og sum ágæt, að jarðvegi til, og gefr ekran talsvert meira hveiti af sér i góðærum hér, en í Minnesota, en þó varla eins mikið og t. d. i Argyle-nýlendu. En það eru ýmsir agnhnúar 4 hveitiræktinni, þótt jarð- vegr sé góðr. Nætrfrost geta oft orðið henni skæð, geta eytt allri uppskeru bónda 4 einni nótt, ef illa vill til. Hagl getr og gjöreytt uppskeru 4 ökrum manna eða skemt hana. Eru þau 4rin færri, að ekki bíði einhverjir tjón af öðru hvoru þessu eða hvortveggju. Þetta er fullilt þeim, er fyrir verða, þótt ekki sé nema fáir, en þegar það kemr yfir marga, yfir talsverðau hlut bygðarlags, þá gefr að skilja að það hlýtr að verða þungbært. Síðari árin fyrirfarandi hefir og hveitiverð verið tilfinnanlega lágt, og þegar svo ber til, einkum ár- um saman, þá eru menn miklu verr farnir í þeim bygðum, þar sem öll afurðin er fólgin í hveiti einu, eða svo að kalla. Þau bygðarlög, sem geta yrkt fleiri sáðtegundir, eru betr farin til jafnaðar, því að sjaldnar fer lágt verð saman á mörgum sáðtegund- um. Þvi eru Miiinesota-menn að því leyti betr farnir. í Dakota-nýlendunni mun vera tiltölulega einna mest andlegt líf og fjör. Þar er mest keypt og les- ið af ísl. blöðum. Þaðan eru og tiltölulega flestir ungir menn, er leggja stuud á að afla sér frekar1 mentunar, en á barnaskólum fæst. Einn vetr man ég t. d. eftir, að 7 Dakota-landar vóru á ríkis-há- skólanum í Graud Eorks; af þeim var ein stúlka, Sigríðr, dóttir Brynjúlfs Brynjúlfssonar á Mountain, eins ins merkasta mauns bæði fyrir vitsmuna sakir og mannkosta. Barði G. Skúlason (Barði Guð- mundsson Skúlasonar) útskrifaðist af þeim háskóla sem B. A. (Baccalaureua Artium, Bachelor of Arts —- svarar næst til kandídat i heimspeki hjá oss), hann er nú forstjóri kennara-skóla (High School), og mun vera mælskastr Islendingr á enska tungu, enda talinn með beztu mælskumönnum i ríkinu. — Nokkrir þar sunnan að hafa og stundað nám norðr í Manitoba, t. d. Olafr systursonr minn Björnsson, sem útskrifast á í vor af læknaskólanum í Winui- peg1), og Magnús Björnsson Halldórssonar (frá Úlfs- stöðum i Loðmundarfirði eystra), sem á að útskrif- ast af læknaskólanum að vori (1898). — Tveir ís- lendingar hafa tekið lögfræðispróf þar í riki og eru málflutningsmenn þar: Magnús Brynjúlfsson (Bryn- júlfssonar, er áðr er nefndr) og Daníel Laxdal, hálfbróðir Eggerts á Akreyri. — Einn landi vor hefir orðið þingmaðr í efri. þingdeild, Hon. Skafti Brynjúlfsson (bróðir Magnúsar, er fyrr nefndi ég), og einir 2 eða 3 landar hafa náð kosning til neðri deildar, sinn í hvert skifti. Auðugastr bóndi íslenzkr í þessari nýlendu hygg ég sé Indriði á Mountain, og ýmsir bændr eru þar vel efnum búnir. Sár bláfáktækt hygg ég sé fáséð eða varla til. Þaði yrð of langt mál hér að nefna alla helztu merkismenn meðal landa i Dakota. En ekki má ég bindast þess að nefna Björn vin minn Halldórsson á Mountain, austfirðing gamlan og að góðu kunnan, systurson Magnúsar gamla „fraters11, Eiríkssonar. Ætti ég að telja upp alla góðvini mína þar, svo sem Jónas Hall, Einar Mýrdal og Jón Jónsson á Garðar, Þorfinn Þorláks- son á Hallson o. fl. o. fl., þá yrði ég langorðari, en tímiun leyfir, og eru þó margir góðir drengir þar, sem vert væri að nefna. Meðal kaupmanna í nýlendunni skal ég nefna þá bræðr Stíg á Akra, og Elis á Mountain, syni Þorvaldar i Kelduskóg- um, og Pétr Skjöld á Hallson, son Jóns heitins Pétrs- sonar (prests Jónssonar á Valþjófsstað). A Gardar er Hermann stúdent Hjálmarsson, gildr bóndi. — Tveir eru prestar íslenzkra safnaða lúterskra i N.-Dakota: séra Friðrik Bergmann á Garðar, varaforseti kyrkju- félagsins, og Jónas nokkur Sigurðsson, vígðr leik- maðr og kallaðr prestr. Móritz Halldórsson, Friðrikssonar er íslenzkr læknir þar; býr hann að visu í smábæ, Park River, en ég tel hann hér með, af því að um lítið sem ekkert borgalíf er að ræða meðal landa í Norðr- Dakota. Móritz græddi þar vel fé á fyrsta ári, og hefir mjög góðar tekjur enn af læknisstarfi sínu. Per vel um hann að öllu leyti, og er risnu-maðr inn mesti. Nú sný ég norðr yfir landamærin á ný og í Argyle-bygð. Hún liggr í Manitoba svo sem 90 milur enskar vestr af Winnipeg; liggja nú þangað tvær járnbrautir frá Winnipeg, önnur norðan fram 1) Hann útskrifaðist í vor með beztu einkunn allra kandidata ársins og vann 1. verðlaun skólans; hann er J nú spitalalæknir. Síðari athuyax.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.