Sunnanfari - 01.01.1898, Side 11
11
landi. Er það síðan á gorkúluvaxtar-árum bæjar-
ins eign einstakra manna, er halda því óbygðu í
von um að græða á því, er bærinn vaxi, ýmist til
að selja það fyrir bæjarlóðir eða í von um, að þar
verði arðsamar bújarðir. En þeir halda því í svo
dýru verði, að fáir bændr vilja enn kaupa það eða
'byg&ja Þar-
Nokkrir landar reka sjálfstæða atvinnu í bæn-
um. Skal þar fyrst telja mjólkrsala. Það eru menn,
sem’ halda margar kýr, til að selja úr þeim mjólk.
Lætr löndum það allvel, þvi að þeir fara heldr vel
með gripi. Hagbeit hafa þeir ókeypis að sumar-
lagi fyrir kýr sínar, og hey er ekki dýrt, 12—15
au. fjórðungrinn og stundum 18 au.
Nokkrir fáir landar reka verzlun: tveir höfðu
matvæla- og nýlenduvörubúð, er ég vissi síðast:
Arni Eriðriksson eina, og þeir Baldvin L. Baldviu-
son og Árni Sigurðsson (bróðir Björns kaupinanns
í Elatey) aðra; einn maðr, Gísli Olafsson, Þingey-
ingr, hefir fóðrverzlun (korn og hey); hann hefir að
eins verzlað í 7—8 ár, en hanu mun hafa eiima
arðsamasta og bezta verzlun allra landa vestra;
hann á fallegast íbúðarhús allra landa í Yestrheimi,
vandað og skrautlegt, og kalla enskumælandi menn
það the Icelandic Mansion (islenzka höfðingjasetrið);
tveir landar verzla með dúkvöru og því um líkt
(dry goods): Gruðmundr Jónsson frá Máná og Stef-
án Jónsson (Bergvinssonar, Sunnmýlingr); er búð
Guðmundar ein in myndarlegasta íslenzka vörubúð.
Uppi yfir búðinni er samkomusalr, inu laglegasti
og stærsti í vestrbænum; eru þar oft haldnir fundir
og samkomur; einn íslendingr verzlar með hús-
búnað, Teitr Thomas (T. Ingimundarson úrsmiðr);
Guðjón Thomas, bróðir hans, verzlar með úr og
gullsmíðavarning. Ein er þar íslenzk blikkvöru-
verzlun, og einir tveir . ávaxtasalar; tveir eru lík-
kistu-salar og jarðarar (undertakers), tveir eru flutn-
ingsmenn (expressmen) og selja jafnframt kol og
brenni. -— Húsasmiðir eru fáeinir. Prentsmiðjur
tvær. Prestar eru þrír: séra Jón Bjarnason lút-
■erskr og forseti kyrkjufélagsins lúterska; séra Haf-
steinn Pétrsson, lúterskr, en utan kyrkjufélagsins;
séra Magnús Skaftason, prestr eingyðlinga (úni-
tara). Þrjár eru þar og kyrkjur, er islenzkir söfn-
uðir eiga. Einu er íslenzkr læknir í bænum, Ó-
lafr Stephensen1).
Kvennfólkið íslenzka er langt- um fjölmennara
i Winnipeg, eu karlmenn. Elestallar eru þær vinnu-
1) Kandidat af læknaskólanum í Reykjavik og sömu-
leiðis af læknaskólanum i Manitóba.
konur, þær er eigi eru sjálfar húsmæðr. Eáeinar
eru við afhending í búðum (sölukonur). Nokkrar
saurna, nokkrar þvo föt o. s. frv.
Meðal-vinnukonu-kaup mun mega segja að leiki
á frá doll. 8—12 um mánuðinn. Vistráð eru þar
venjulega til mánaðar, og geta því vinnukonur skift
vistum eftir vild eða hvílt sig eina'eða tvær vikur
j endr og sinnum, er þær vilja. Vinnukonur eiga
j iniklu betri kjör í Ameríku, en hér, og getr spar-
söm og reglusöm vinnukona, sem ekki á fyrir nein-
um að sjá, auðveldlega dregið saman nokkurt fó
árlega. Hitt er annað mál, að ég hygg þær sé
færri, sem gera það. Enn þá njóta þær þess á
annan hátt, eyða því í skraut og skemtanir t. d.
eða önnur lífsþægindi.
Engar eru vatnskerlingar eða vatnskarlar i
Winnipeg eins og hér í Reykjavik. Vatnþað, sem
úr brunnum þarf til hvers heimilis, sækir húsbónd-
inn sjálfr eða vinnukonan eða húsmóðirin (karl-
mennirnir þegar ílt er veðr). En þvottavatn fá
menn með þvi að setja stampa eða tunnur undir
regnvatn af húsum. A vetrinn fara vatnssalar um
með þvottavatn (úr Rauðá) í stórum vatnsvögnum
og selja fyrir 20—30 cts. tunnuna, eftir því hve
langt því er ekið frá ánni. Eigi er auðið að þvo
fatnað úr brunnvatninu í Winnipeg, né heldr að
þvo sjálfum sér i framan eða um hendrnar úr
því.
Vetrarvinnan er lítil og að eins sárfáir, sem henn-
ar njóta. Hávaði daglaunamanna er vinnulaus að
vetrinum. Þá er á sumar líðr, fara sumir í kaupa-
vinnu í sveit um uppskerutímann. Þó hefir víst
heldr minkað um kaupaferðir Winnipeg-manna suðr
til Dakota in siðari ár, með því að sívaxandi at-
vinnuleysi i bæjunum hefir aukið aðsókn kaupafólks
til bænda, svo að kaup hefir fallið og ekki nærri
allir getað fengið kaupavinnu, sem þess hafa leitað.
Bæjarvinnan að sumrinu hefir og verið mjög
óviss, og inisjöfn árin. Æfi verkamanns, sem við
svo stopul kjör á að búa, getr hver maðr séð að
ekki getr verið mjög glæsileg. En ég býst við að
Winnipeg sé að því leyti allgott sýnishorn af kjör-
um íslenzkra verkamanna í Ameríku, að þau só
yfirleitt svipuð í öðrum bæjum, og líklega ekki betri
annarstaðar til jafuaðar, öllu frernr ef til vill enn
erfiðari sumstaðar.
Engan veit ég svo efnaðau af löndum í Winni-
peg, að auðugr geti talizt, nema ef vera skyldi
Gísli kaupmaðr Ólafsson; hefir hann aflað fjár síns
á tiltölulega fám árum við verzlun og byrjað þó
| bláfátælsr; en hann er maðr hagsvnn og reglusamr,
2*