Sunnanfari - 01.01.1898, Page 18
18
þykir mér réttara að láta þetta óumtalað, sem ég
hefi ávalt borið og mun jafnan bera hlýjan vinar-
hug til forseta félagsins, séra Jóns Bjarnasonar,
þrátt fyrir alt, sem ég er honum ósamdóma um í
skoðunum og að því er starfsemi hans snertir.
Prestarnir lifa þar allir mjög við skorinn skamt;
nema séra Priðrik Bergmann og séra Jón. Sann-
leikrinn er, að hávaði safnaðanna vill helzt enga
presta hafa. Prestarnir og nokkrir fylgifiskar þeirra
gera alt, sem auðið er, til að lokka söfnuði til, að
kalla til sín prest; en það gengr tregt. Og þegar
söfnuðir hafa nauðugir látið leiðast til þess, þá vill
það oft verða með hangandi hendi, að þeir haldi
lifinu í þessum prestum. I>ó líða engir þeirra neinn
skort, nema hvað séra Oddr Gfíslason hefir átt mjög
örðugt, og svo var mér sagt af útliti hans og æfi
fyrsta/ vetrinn, sem hann var vestra, að það hefði
víst verið kallað hér heima að sæi á manni fyrir
lélegt viðrværi og illa aðbúð, og varð að skjóta
saman utan safnaða hans, til að halda í honum líf-
inu. En hvort sem þetta er nú of sagt eða
ekki, þá veit ég það með vissu, að ég varð var
við óræk merki þess, að þessi prestr átti við ákaf-
lega bág kjör að búa.
Um háskólann kyrkjufélagsins fyrirhugaða, sem
margir hafa heyrt um getið, ætla óg alls ekkert að
segja, annað en það, að auk þess sem hver maðr
getr séð, hvert vit sé 1 þvi að ætla svo sem 4000
fátæklingum — fleiri hygg ég ekki séu meðlimir í
kyrkjufélaginu, þótt alt sé talið, og ómálga börnin
með — að þeir muni nokkurn tima geta komið upp og
haldið við skóla, sem kæmi nálægt Möðruvalla eða
Elensborgar skólunum hér, hvað þá meira, þá sýna
undirtektir þær, sem sú hugmynd hefir fengið í
verkinu, hvern áhuga og hverja- trú almenningr í
kyrkjufélaginu hefir á henni.
Ymsir hér, og þó varla þeir er bezt skynja,
spyrja inig stundum: Skyldi nú íslenzk tunga og
Jjjóðerni geta haldizt við í Ameríku til lengdar?
Það er þá fyrst af tungunni að segja, að menn
þurfa ekki annað en að líta í „Lögberg“ eða
„Heimskringlu“ (eins og hún er nú), til að sjá, að
íslenzkan er orðin býsna flekkótt. Sannast að segja
er það hrafhamál, en engin íslenzka, sem blöðin eru
skrifuð á.
Og þó er málið á blöðunum hátíð móti þeim
Babels-málhræringi, sem vér tölum allir Vestr-ís-
lendingar vor á meðal. Islendingr, sem ekki skilr
ensku, skilr varla landa sína, þegar þeir ætla að
tala íslenzku við hann, svo eru orðskrípin afkára-
leg og alt málið bjagað. -■ Uað er hörmung hverju
íslenzku eyra að heyra. Eg stórhneykslaðist á
þessu fyrst í stað, er ég kom vestr. En svo vand-
ist ég þessu, og vandist sjálfr ósjálfrátt á að tala
eins og aðrir tóman hræring. Eg tók ekkert eftir
því upp á síðkastið, þangað til ég kom til Chicago
og talaði við fólk, sem enn talaði íslenzku og hló
að mér fyrir málblendinginn.
Þetta er alment meðal landa alstaðar vestra,.
en þó dálítill munr á, að því leyti, að sum orðskrípi
eru tíð i einum bæ eða bygðarlagi, sem lltt eru
tíðkuð í öðrum. Víðast er það enskan, sem hefir
blandazt inn í málið; en þó hefi ég sumstaðar hitt
norsku-skrípi, þar sem landar hafa verið innan um
Norðmenn. Af þessu síðasta sauðahúsi er það t.
d. þegar landinn. segir: „Ég bý í bakinu“. Það
heyrist aldrei í Winnipeg, eii þvf oftar í Chicago.
Eg get gefið ykkr ofrlítið sýnishorn af Vestr-
heims-íslenzku, orðtækjum úr daglega málinu, sem
maðr heyrir dags daglega.
Mundi ykkr ekki verða torskilið sumt af þessu?
„Hvernig fílarðu?u (þ. e. hvernig líðr þér?).
„Pétt eftir að við höfðum krossað rifurinn,
(farið yfir ána), komurn við á díópið (járnbrautar-
stöðina) og fórum út úr karinu (vagninum). Hann
krossaði str'itið (gekk yfir strætið), en ég gekk eftir
miðri rótinni (akveginum). Svo kallaði hann til mín,
að koma upp á sœdvokið (gangstéttina). Eg var
feginn að vera kominn út af treininu (vagnlest-
inni)“.
„Pasturivn (beitilandið) er vel sprottinn".
„Nú eru fálarnir (hænsin) komnir 1 fílinn
(akrinn)“.
Þetta síðasta orð „fíll“ (= akr) er málblómstr
frá Minnesota. Það er enskt orð field og á að
bera það fram fild. En Norðmenn (og Danir)
sleppa d-inu á eftir l upp á norsku, og bera það
fram fil, og svo hafa landar búið til úr þessum
norska framburði enska orðsins þetta nýyrði: fíll!!
„Bæ dsjísos, þú ert rangru á að þýða: Það
veit hamingjan, að þú hefir rangt fyrir' þér.
„Mig vantar ekki (ég kæri mig ekki um) að
láta fúla (narra) mig svona“.
Það held ég að ég megi bölva mér upp á, að
það verði ráðgáta fyrir flesta ókunnuga, jafnvel þó
ensku kunni, að skilja hvað það er: „að ganga
hrotinn á gemlings-hús“. Það á að vera sama sem:
að farapeningalaus (broke) á spilahús (gambling house).
„Við pleiuðum (lékum, tefldum) þrjá geima
(spil, skák) og hann beit (vann) mig tvisvar“.
„Þetta bítr (yfirgengr) alt“!