Sunnanfari - 01.01.1898, Side 21
21
verkalaun eru svo há í Ameríku, en svo lág í Norðr-
álfu. Annars yrðu þeir að setja niðr laun verka-
manna sinna. En með svo háum launum, sem
verkamenn fái í Ameríku, geti verksmiðjueigendr-
nir ekki kept við varning, sem unninn só af „svelti-
launuðum öreiga-verkmönnum Evrópu“.
Þó er það undarlegt, að verkmenn í Englandi
komast fult svo vel af eða enda betr, en verk-
menn í Bandaríkjunum. Munrinn á launum er í
rauninni alls ekki svo mikill, og stundum alls ekki
á þann bóginn, að þau só hærri vestra; en hins
vegar flest alt dýrara í Ameríku, sem starfsmaðr-
inn þarf að kaupa.
Það er annars dáfróðlegt að sjá, hvernig toll-
verndarmenn fara að reikna, þegar þeir eru að
sanna, hve há verkalaunin sé við verksmiðjurnar
hjá sér. Þeir skýra ávalt frá, hvað launin sé að
„meðaltali11. En hvernig er það „meðaltal“ fengið
út? Það er þannig: forstjórar verksmiðja og stjórn-
endr hafa venjulega geypi-há laun; forstjórarnir ein-
att 10—20,000 doll. og stundum langt þar yfir;
fáeinir yfirmenn (sem stundum eru ættingjar eða
vandamenn eigenda eða forstjóra) fá og einatt afar-
há laun. Verkamenn fá svo eða svo mikið um
idaginn, en hins er ekki getið, hve marga daga þeir
hafa nokkra vinnu; en þá eina daga fá þeir borgun
fyrir, þar sem inir hálaunuðu forstjórar og yfirmenn
fá árslaun, hvort sem þeir hafa meira eða minna
að gera. Sé nú þeirra launum deilt nreð tölu virkra
daga ársins til að finna, hvað þeir hafa um dag-
inn, og svo þau laun reiknuð með, þegar verið er
að reikna út „meðaltalið11, þá má auðvitað fá það
nokkuð álit.lega hátt. En það sýnir sannarlega
ekki rétta mynd af kjörum inna eiginlegu verka-
manna.
Til að sýna, að verksmiðjueigendr í Ameríku
standi ver að vígi, en t. d. í Englandi, er því þess1
reiknings-gerð ónýt, því fremr sem mannsvinnan nú
er einatt minstr hluti yinnunnar í ýmsum iðngrein-
um; vélarnar vinna meira en mennimir, og þær
verða að eins dýrari íýrir tollinn. -— Ýmislega aðra
kynlega aðferð hafa verksmiðjueigendr oft til að
sýna, að fyrirtæki sin gefi lítinn gróða, þótt allir
viti og sjái að þeir græði stórfé á þeim. Einn
slílir vegr er sá, að „vatnsblanda11 höfuðstól hluta-
félaga. Það er á þann hátt gert, að hlutabréf eru
gefin út, og látin af hendi fyrir ekki neitt. T. d.
forgöngumaðr fyrirtækis, sem stofnað er sem liluta-
félag, kaupir sjálfr nokkra hluti; svo fær hann svo
og svo marga hluti að auki fyrir það að stofna
félagið, og svo fá vildarmenn og fylgismenn hans
(oft ættingjar) svo og svo mörg hlutabréf ókeypis
„fyrir fyrirhöfn og ómak í þarfir félagsstofnunar-
innar“.
Ef ég nú á t. d. 50 hlutabrjef, sem ég hefi
keypt, og jafnmörg sem ég hefi fengið fyrir ekk-
ert, og hvert hlutabréf gefr af sér 5°/0 arð,- þá
fæ ég í raun réttri 10°/0 af því, sem þau í raun-
inni hafa kostað mig.
Það eru annars margir vegir til að láta svo
sýnast sem félag, er atvinnu rekr, græði ekki stórt.
Eg skal taka til dæmis járnbrautarfélagið Illinois
Central, eitt ið gráðugasta og yfirgangssamasta fé-
lag, sem sögur fara af. Það er svo voldugt og
ráðríkt, að það ræðr öllu, sem það vill, í svo stór-
um heimsbæ eins og Chieago; bæjarstjórnin nær
oft og einatt ekki berasta rétti sínum gegn því.
En það græðir svo sem ekki! Eg man ekki, hvort
það er 4 eða 5 af hndr., sem hlutabréf þess gefa
af sér árlega, og það er ekki stórt. En stærstu
hluthafar þess, sem ráða lögum og lofum í félag-
inu, eru allir annaðhvort í stjórn félagsins eða þjón-
ustu, og hafa þau geypilaun, að ekkert annað félag
samkynja borgai svipað svo há laun. Þessi laun
gleypa inestalt það fé, sem annars yrði árságóði
hluthafa. Þeirfá auðvitað sjálfir ekki hærri afrakstr
af hlutabréfum sínum i félaginu, en aðrir hluthafar:
en þeir vinna það og meira til upp í laununum.
Sá hærri ágóði, sem annars skiftist milli allra hlut-
hafa, fellr þannig óskiftr til þeirra einna — sem
laun!
Að það sé fyrirsláttr einn af verksmiðjueig-
endum, að þeir biðji um t.ollvernd t.il að vernda
verkamenn sína, það sést bezt á því, að aldrei er
farið fram á, að tollvernda þá einu vöru, sem verka-
maðrinn hefir að selja, en það er vinmiaflið. Eng-
inn aðflutningstollr er lagðr á vinnuafl, sem flyzt
t.il laudsins1.
Eftir því sem míukaði um óbygt land í Banda-
ríkjunum, eftir því breyttist innflytjendastraumrinn
í landið. Að vöxtum h.fu' hann ekki mínkað, þvert
á móti aukizt fram að 1892, en síðan að vísu stór-
mínkað. En hann hefir breyzt mjög að öðru leyti:
') Bannið gegn innflutning Sinverja kemr eigi
þessu við. Sínverjar vinna aldrei á verksmiðjum. Að
það komst nokkurn tima á, var því að þakka, að al-
þýða í Kyrrahafsríkjunum heimtaði það; en þá var
hvorugr aðalflokkanna i landinu (sérveldismenn né sam-
veldismenn) öruggir um meira hlut atkvæða við for-
setakosningar, en hvor þeirra, sem hefði sett sig mót
yínverjabanninu, mátti eiga vist að fá Kyrrahafsrikin
öll á móti sér.