Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 26

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 26
26 á einu máli eru ætlaðar þjóð til að læra af sem bezt móðurmál sitt. Danir eiga enga slíka bók yíir móðurmál sitt, nema eina gamla og úrelta og aðra( sem aldrei yarð fullger. Englar eiga, sem stendr, beztarorðbækryíirmál sitt, og þó beztar eftir ameríska höfunda (Webster’s International Didionary, The Century Didionary og um fram alt Funk & Wag- nall’s Standard Didionary). Langt um fram allar aðrar samkynja bækr í heimi verðr þó Murray’s mikla enska orðbók, sem um mörg ár hefir verið og er enn að koma út í Oxford. ■— Flestar slíkar bækr sýna réttan rithátt orðs hvers, uppruna þess, framburð og þýðing eða þýðingar, einkennileg sam- bönd við önnur orð o. s. frv. Murray’s bók sýnir svo að kalla æfisögu hvers orðs, sýoir, hvar það komi fyrst fyrir og hvað það þýði þá, rekr svo æfi þess og breytingar (að mynd og þýðing) niðr í gegn um aldirnar fram á þennan dag. Vér eigum. enga slíka orðabók yfir vort mál, og engan vísi til neins sliks. Orðabækr á tveim málurn hafa annan tilgang; þær eru til þess að hjálpa mönnum að nema útlenda tungu. Dansk-íslenzk orðabók er þannig aðallega ætluð Isiendingum, sem nema vilja dönsku; ensk- íslenzk orðabók Islendingum, er nema ensku, o. s. frv. Þó eru slíkar bækr oftast jafnframt ætlaðar iit-lend- ingum þeim, er tala aðalmál bókarinnar og vilja vita, hvað hvað eina heitir á íslenzku. Dansk-ís- leuzk orðabók er þannig jafnframt ætluð Dönum, er læra vilja að rita eða tala islenzku, og enzk-ís- lenzk orðabók Englum, er eins stendr á íýrir- Stundum nota og þeir, sem kunna útlenda málið, en eru ekki sterkir í móðurmálinu, slíkar bækr til að finna orð, er þá skortir í svip í móðurináli sínu. Það er nú auðvitað, að slíkar orðabækr geta verið misjafnlega stórar og misjafnlega fullkomnar, eftir því, til hvers þær eru aðallega ætlaðar. Auð- vitað er ekki að búast við stórum né fullkomnum orðabókum hjá vorri þjóð, sízt að sinni. En þó að misjafnt verði þannig að vera, hve mikinn orðfjölda slikar bækr taka upp, og hve auð- ugar þær eru að merkingum og orðmargar eða fá- orðar i þýðingum, þá má þó ætlast til, að vel sé valið orðasafnið, og það tekið upp, er helzt er að vænta að fyrir komi, en því slept, er fátiðara er og sjaldnar kemr fyrir. Þessar kröfur virðist að sjálfsögðu mega gera til hverrar orðabókar yfir lifandi tungumál: 1. að sjálft orðasafnið sé heppilega til valið eftir stærð. 2. að sýnd sé áherzla á hverju orði (o: á hvaða atkvæði eða samstöfu áherzlan liggr). 3. að sýndr sé framburðr hvers orðs. 4. að gert sé vel skiljanlegt, hvað í orðinu liggr, þ. e. að þeim, sem bókina notar, sé kent að skilja orðið. 5. að íslenzk þýOing sé gefin á orðum og orð- tækjum undirstöðumálsins, að nemandanum só kent að koma á íslenzku oröi eða orðum að orði eða setning undirstöðumálsins. Ef þessar kröfur eru nú hugleiddar, þá verðr það brátt ljóst hverjum þeim, er fult skyn ber á> að það er býsna-mikill munr á erfiðleikunum fyrir ! þann, er semja vildi ensk-íslenzka orðabók, og hinn, er semja vildi dansk-íslenzka orðabók. Sá er semja vildi dönsku orðabókina, varð sjálfr að vera fær um að fullnægja af eignum rammleik 1., 3. og B. kröfunni. Engin dönsk orðabók var til af hæfilegri stærð, eftir því sem hér var upp lagt, sú er eigi yrði bæði að fella stórum úr og bæta miklu í af orðum. Og alls engin orðbók dönsk er til, er sýni framburð, og engin heldr, er gefi ís- lenzkar orðþýðingar flestallra orðanna. Alt öðruvísi horíði við fyrir þann, er semja vildi enska orðabók. Honum var fyrir fram alt upp i hendr lagt, er til þess þurfti að fullnægja 4 fyrstu kröfunum; hann þurfti ekkert frá sjálfum sér til að leggja nema fullnæging innar 5. kröfu (orð- þýðingarnar). Enska orðabökin. Eg ætla nú með þessar athugasemdir fyrir aug- um, sem nú hefi ég gert, að líta snöggvast á ensku orðabókina eftir hr. (f. Zoéga. Út á orðasafn bókarinnar er yfir höfuð ekkert sérlegt að setja. Hann hefir bundið sig við ákveðna stærð með bók sína, og svo valið sér enska orða- bók af samsvarandi stærð og skrifað orðasafnið upp úr henni, og það er án efa bæði handhægasti og jafnframt bezti vegrinn fyrir hvern mann, sem ekki er sjálfr uppalinn og mentaðr á enska tungu. Út- lendingr, sem aldrei hefir langdvölum dvalið meðal enskra þjóða, getr ekki haft eins gott kjörskyn til að meta, hverju hafna beri og hvað taka skuli upp í stutta orðabók, eins og enskumælandi höfundar smáorðabókanna, sém eftir má fara í þessu efni. Það er auðvitað, að slík bók hefir ekki inni að halda nema algeng orð. Eg hefi ekki talið ensku orðin í bókinni, sem hún tekr til meðferðar, en ég hefi gert þá áætlun lauslega, og hygg að hún fari sizt fjarri sanni, að þau sé uálægt 24,000. Sé svo

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.