Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 38
38
Þegar Grettisljóð eru tekin og skoðuð í heild
sinDÍ, standa þau sögunni langt að baki.
En þau haía hinsvegar ekki spilt söguuni að
neinu leyti. Hún er jafngóð eftir sem áðr.
Bókmentir vorar hafa því ljóð þessi í hreinan
gróða.
Þess vegna er betr farið en heima setið á alt-
arisbríkinni.
Munu aðrir gera betr?
Ef til vill (Hannes og Borsteinn), og ef til vill
ekki nema höf. sjálfr; hann hefði getað gert betr,
ef hann hefði viljað; þegar hann var búinn að setja
sig í skorðurnar, og brýna tól sín og tæki.
En hvað sem því líðr, skal höt. hafa guðsást
og góða þökk fyrir góðgcetið og fallegu sprettina.
Guðmundr Friðjónsson.
Athugasemd.
An þess að öðru leyti að fara neitt út i dóm
hr. Guðmundar Eriðjónssonar um „Grettisljóð11,
getum vér eigi annað en bent honum á, að það er
tilefoislaust að tala um, að 1. kvæðið sé orkt und-
ir sálmalagi („Alt eins og blómstrið eina“). Það
mætti eins vel bregða Tegnér um, að hann hefði
orkt kvæði sitt um Karl XII. („Karl ungur, hetjan
háa“) undir sálmalagi, eða að Danir hefðu sinn
nafnkunna vésöng: Vift stolt pá Codans Bolge
undir sálmalagi. Það geta verið alls ólík lög við
einn og sarna hátt. — Djarft þykir oss það og, að
segja að Jónas Hallgrímsson haíi ekki haft „full-
mynduga sál“, eða að hann hafi „nauðgað tungu
vorri“, er hann orkti: „ísland, farsælda-frón“.
Ritstjórn „Sf.“.
Þorlákur Jóusson
frá Grautlöndum.
(F. 21. Ágúst 1870, d. 24. Desember 1897).
Ekki bregðast ragna rök;
römm eru sköpin gumum;
enn þá feigs er opin vök
ungum jafnt og hrumum;
eingum tekst, þótt æskufjör
sé enn í merg og beini,
að fóta sig i Eeigðarvör,
þeir falla’ á Dauðsmanns-steini.
Svo er orðið enn um þann,
er allur hér nú sefur
og Mannabana marvaðann
þann myrka troðið hefur.
Hann féll, i öllum æsku þrótt,
sem ungum veitist sveinum,
í dauðans sjó. Um svarta nótt
segir fátt af einum.
Eágætt var að finna mann
í flokki ungra hinna
að öllu farinn eins og hann
til orða og verka sinna;
með skýrleiks gnótt hann hafði’ ei hátt,
þótt hinir léki’ um stundu,
var hugsað mart, en hjalað fátt
og haggáð aldrei lundu.
Mætara vart, i manni dó, —
né meira valinn drengur, —
en alt það, sem- hann yfir bjó
og enginn nýtur lengur.
Þó aldur hans væri’ ekki hár,
mun einhver lengi þreyja;
sé gott að hljóta gamals árs,
er góður betra’ að deyja.
* *