Sunnanfari - 01.01.1898, Page 42
42
ar. En nú er -þess hvergi getið í stöku, hvaða
nýjung sem fyrir kemur (nema í höfuðstað Norð-
lendinga og er það að vísu góðra gjalda vert).
Það sjest hest á því, að dagar alþýðuskáld-
skaparins eru taldir, að einginn kveður um Vestu
— fylgikonu landssjóðs: landssjóðs-skottu, eða eim-
brautir Valtýs. Þó ýmislegt megi telja þessum
farandkonum til gildis, eru þær þó, eða Vesta að
minnsta kosti, svo mikil meinakind og vandræða-
rolla, að marga mergjaða vísu hefði mátt um þær
kveða, ef „hinn glóandi andi forfeðranna væri nú
ekki slokknaður11.
Þegar „mentunin“ stytti upp um sig pilsin og
tók að prika út yfir landið, skaut hún hornaugum
t.il alþýðuskáldanna og kastaði til þeirra hnútum.
Það var hvorttveggja, að flestir þeirra voru ber-
skjaldaðir fyrir, enda lögðu hagyrðingarnir á flótta
fyrir henni og leituðu sér fylgsnis á hurðarbaki.
Þá þögnuðu þessar raddir hópum saman, og
nú eru þær að mestu leyti raddir framliðinna. Það
var skaði að svona fór; því þó mörg ljeleg vísa sje
til eftir alþýðu-hagyrðinga lands vors, þá verður
því ekki neitað, að alþjóðar-andinn hefur verið eitt
af höfuðskáldum landsius.
Eftir hann eru t. d. þjóðsögurnar.
Dauði þessa skáldskapar er þó fyrir sig. Ann-
að er verra, hnignun hans og stakkaskipti eru þrota-
bús-auglýsing sjálfstæðis og einurðar alþýðunn-
ar. Þegar „menntunin“ hristir svuntuna framan í
liðsmenn þessarar gömlu stefnu, þora þeir ekki að
opna munninn. Þeir hafa ekki þrek til þess, að
bjóða byrginn og fara sínu fram. Það er eins og
einginn þurfi neitt að segja sjálfs síns vegna. Þeir
sem segja nokkuð, tala við sjálfa sig innan luktra
dyra. Enn þeir sein láta á sjer bera, hlaupa laf-
móðir í spor „lærðu“ skáldanna og verður svo sið-
ari villan tíu sinnum argari hinni fyrri.
Það á sjálfsagt langt i land, að veruleg sögu-
gerð geti þrifist hjer vegna kaupendaíæðar. Eing-
inu sögusmiður lætur sjer lynda, að láta eftir sig
jafnlitla fyrirferð af sögumáli, sem svarar ineðal
kvæðabók. Það gengur full-illa, að fá viðunandi
kaupendatölu að kvæðasafni hvers höfundar sem er,
þótt hann hafi náð alþjóðarhylli.
Allar ástæður benda í þá átt, að vjer verðum
að halda okkur fyrst og fremst að ljóðagerðinni.
Það er all-liklegt að „rás viðburðanna“ snúist aftur
að „lýrikinui" og taki hana frain yfir systur sína,
sögugerðina.
En hvað sem því líður, ættu Isleudingar að
leggja stund á kveðandina.
Þegar um ljóðagerð er að ræða, kemur að eins
tvennt til greina: efni og umgjörð — umgjörð og
efni.
Yngri skáldin sum hafa lagt aðaláherzluna á
efnið, en eldri skáldin á formið. Báðir flokkarnir
hafa rekið tærnar í og hnotið — þótt þeir hafi
hnotið um sína þúfuna livor.*
Ekkert, kvæði getur heitið verulegur „herra-
mannsrjettur11, sem er illa rímað, eða kveðið undir
skældii og skothendri háttleysu, hversu mergjaðar
sem setningarnar eru. Sá sem vill ekki kveða und-
ir föstum háttum, eða getur ekki, ætti alls ekki að
leggja stund á braglist'ina.
Það væri annars nógu fróðlegt að fá að vita
hverjir eiga að yrkja.
Jeg hafði leingi velt þessari spurningu fyrir
mjer án þess að komast að nokkurri niðurstöðu.
Svo rakst jeg á svarið í bók eftir Carlyle. Hann
segir, að þeir einir eigi að yrkja, sem geti einungis
á þann hátt sagt það, sem þeir þurfa að segja.
En ef einhverjum er svo ervitt um hátt og
I hljóm, að orð hans hafa eingin áhrif, eða láta illa
i eyrum þeirra, sem heyra, þá getur hann ekki sagt
á þann hátt það, sem honum er í mun. Hann á
þá að tala í lausri ræðu.
Á líkan hátt getur ekkert kvæði orðið ósvikið
hunaug, hversu vel sem það er rímað, ef það er
út þynnt og efnisrýrt. Þó getur háttur oghljómur
fallið þannig saman í hendingum sumra skálda, að
kvæði þeirra verði allgóður skáldskapur þó efnið
sje óvalið og hversdagslegt.
Aðal-einkenni skálda og rithöfunda felst, ekki í þvi,
hvað þeir segja, heldur hvernig þeir segja það, sem
þeir segja. Mjer kemur í hug, að eklii sje ástæðu-
laust að taka þetta skírt fram. Margir vilja t. d.
ekki heyra erfiljóð nefnd á nafn, — eins og ekki
sje unnt að steypa nýjan grip úr gömlu brota-
silfri.
Jeg minntist á hátt og hljóm.
Páll Olafsson og Valdimai Briem eru skáld,
þótt þeir sjeu ekki eigiiilega frumlegir í hugsun.
íþrótt þeirra liggur mest í framsetninguuni: hvernig
þeir segja það, sem þeir segja, — Þorsteinn Er-