Sunnanfari - 01.01.1898, Qupperneq 46
46
búin að missa öll skilyrði fyrir viðhaldi og þróun
lifs? — Svarið verðr á þessa leið: Hér á jörð
vorri verðum vér varir við aðdráttarafl það, er
einkum lýsir sér 1 áhrifum sólar og tungls á vatns-
megin jarðarinnar og veldr t. d. flóði og fjöru.
Þetta afl hefir miklu ríkari áhrif á þær tvær reiki-
stjörnur, sem skemst eru frá sólu. Flóðhylgjan
hefir áhrif í þá átt, að knýja reikistjörnurnar hrað-
ara áfram á rás þeirra umhverfis sólu, en draga
aftr úr snúningi þeirra um möndul sinn. En því
fjarlægari sem reikistjarna er sólunni, þvi veikari
verða áhrif flóðbylgjanna, og því meiri verðr, að
öðru jöfnu, mismunrinn milli þess tíma, er það tekr
stjörnuna að snúast um möndul sinn, og þess tíma,
er það tekr hana að ganga umhverfis sólu — mis-
munrinn milli möndulsnúningstíma og umferðar-
tíma um sólu. En sá mismunr er lífsskilyrði fyrir
hvern hnött. Því er jörðunni vel borgið enn um
ófyrirsjáaulegau aldr, og því er það eiunig að inir
risavöxnu hnettir Júpíter og Satúrn, sem eru miklu
fjarlægari sólu en jörðin, hafa svo ákaflega stuttan
möndulsnúnings-tíma. Júpíter er um 104 miljónir
inílna frá sólu (jörð vor að eins 20 milj. mílna) og
snýst um. möndul sinn á tæpum 10 klst. Satúrn
er um 191 milj. mílna frá sólu og möndulsnúnings-
tími hans er 10y2 klukkustund. — Uran og Nep-
tún eru enn þá miklu fjarlægari, eu möndulsnún-
ingstíma þeirra þekkjum vér eigi enn.
En ef eigi koma aðrar orsakir til, er valda því,
að jörð vor farist eða líf slokni út á henni, þá
liggja fyrir henni sömu forlög sem Venusi og
Merkúr, en ævalangt getr þess orðið að bíða, lengra
en vér getum gert oss hugmynd um. Sama er að
segja um aðrar reikistjörnur.
í inni nafnkunnu bók sinni um „eyðing jarð-
arinnar“ telr Camille Plammariou þessar orsakir lík-
legastar til að valda þvi, að jörð vor farist eða alt
líf slokni út á henni: 1) að húnrekist á einhverja
af inum stóru halastjömum; 2) að sólarljósið þverri;
3) að vatnið þorni upp; 4) að kuldinn vaxi, o. s.
frv. En það getr, ef til vill, verið fult svo líklegt
að hnetti vorum verði ið sama mein að bana, sem
yngri systur hans Venusi eða hróður hans Merkúr.
Möndulsnúningrinn smáhægist, verðr æ seinlátari
og seinlátari, þar til á endanum rekr að því, að
jörðin hefir náð fullkomnu jafnvægi, svo að möndul-
snúningr hennar og umferð um sól tekr nákvæm-
lega jafnlangan thna.
Þá verðr allri lífstUveru lokið á jörðmmi.
[* j. <4
IJjHlir daginn.
Þungur straumur, þungur niður
þreyttri sálu kveður óð.
Hversdagshtur, hversdagskliður,
hversdagsrómur — vesalt ljóð.
Vinur! — Vinur! — Sel mjer sól,
sumarblæ, er vakið getur!
barnsins vonir, barnsins jól,
barnsins stíg um kaldan vetur! —
Vinur! •—■ Vinur! — Út á ægi
,-ýtum saman vonarkneri;
saman skulum leita að lægi
langt í brott i fögru veri,
vekja saman hugans hyr,
hnýta saman framstigsdrauma,
vefja saman viljans tauma,
knýja saman Dulins dyr!
Viuur! — Vinur!---------
Einginn ansar!
Aflfátt mál á klettum dansar!
Vinur! — Vinur! — Vertu hjá mjer!
Vorsins krafta sá jeg hjá þjer!
Vinur! — Vinur! —
Einginn ansar!
orð á klettum magnlaust dansar!
*
ífc
Einginn leið frá sál til sálar!
— Svartur bakki í austri rís;
hnuggin flýr hver heilla-dís,
hugann æðis-gremja bálar.
Hví var mannsins hlutur hertur
hugraun þeirri að vera einn?
Var þá ekki vegur neinn
vonarljósi minna skertur? —
Hví var fóstruð fláráð lygi
fyrir hlýlegt vinar orð;
grimmd og hræsni hlaðið vígi,
helgað drottni sálar morð
— lygin kölluð lífsius orð;
ljósið elt af fjöldans vegi;